Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 94
94
Verkefm íslending;
sjerstakt lag á að stjórna; margir ágætir embættismenn
komast því aldrei í efstu stöðuna, ef þeir hafa eigi sjer-
staka hæfileika tii að gegna henni.
þetta er öðruvísi á íslandi, en sumar stofnanir lands-
ins eru líka í hörmulegu ástandi.
Sumir embættismenn á Islandi eru góðir og nokkrir
ágætir, en yfirleitt er mjög mikill munur á því, hve miklu
embættismennirnir eru betri og skylduræknari í Danmörku
en á Islandi.
IX.
Nokkrar endurbætur landssjóds. Jeg vík aftur að
nokkrum endurbótum.
Endurbætur þær, sem hvíla á landssjóði, eru margar
og sumar mjög dýrar, eins og sjá má af fjárlögunum.
Vegir landsins eru enn víða vondir og í algjöru ólagi.
Sökum fátæktar og vankunnáttu hafa þeir flestir verið
illa gerðir í upphafi, og því staðið illa. Vel gerðir vega-
spottar eru þó til á Islandi t. a. m. á Hellisheiði rjett
fyrir ofan Kamba, en það þótti of dýrt að gera svo góða vegi
sem þar og ganga of seint. Auk þessa hefur viðhaldið á
vegunum sjaldan verið gott. Menn kvarta og nú undan
því, að brýrnar sjeu illa hirtar og látnar ryðga og eyði-
leggjast sökum viðhaldsleysis svo sem Olfusárbrúin (sbr.
grein Símónar á Selfossi í Isafold í sumar). Slíkt er
skaði. Enn fremur eru vegirnir of mjóir og sjest það nú
best síðan farið var að nota vagna, en þó einkum síðan
bifreiðarnar komu til sögunnar. 'Sumstaðar vantar brýr
á akbrautir eða helstu þjóðvegi, svo sem yfir lækinn rjett
við Kotströnd í Ölfusi. Eað kemur sjer illa þegar ekið
er í bifreiðum og öxlarnir eru heitir. Eá þola þeir eigi
að koma í kalt vatn, og varð farartálmi að því í sumar.
Einnig hefur öxull sprungið í reiðhjóli, er riðið hefur ver-
ið á þeim í lækinn. Pá er það ekki heldur gott fyrir