Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 95
Nokkrar enciurbætur landssjóðs
95
gangandi menn, allra síst í illviðri, að koma að þessum
óbrúuðu lækjum. Kemur bjer fram sem víðar á Islandi,
að menn láta sjer nægja hálfunnin verk. Endurbót á
vegagjörð landsins og viðhald brúa og vega hlýtur að
kosta landssjóð stórfje árlega, og sömuleiðis samgöngurn-
ar á sjó.
En svo eru margar aðrar stórkostlegar endurbætur,
sem eru bráðnauðsynlegar og hljóta að kosta landssjóð
stórfje. Landið hefur t. a. m. éigi eignast neinn lands-
spítala, og sóttvarnarhús þarf einnig að reisa í
helstu kaupstöðum landsins. Pá vantar og sjúkrahús
bæði í sumum kaupstöðum og í flestum hjeruðum. Alt
slíkt verður landssjóður að styrkja eða kosta að öllu leyti,
svo sem landsspítalann og sóttvarnarhúsin.
Pá má og minna hjer á að landið á eigi enn neitt
heimili eða hæli handa vanhirtum börnum og
úrkynja börnum. Slíkt er þó nauðsynlegt. Á íslandi eru
ýmsir menn enn, bæði karlar og konur, sem eru eigi sjálf-
bjarga, af því að þeir hafa fengið ilt uppeldi og ekkert
verið kent í bernsku og æsku. í haust hef jeg fengið
lýsingu á einni slíkri konu, sem á heima í einni hinni
grösugustu sveit á íslandi. Hún var frá blautu barns-
beini að eins notuð í drasl úti við; henni var ekkert
kent og svo var hún aliti upp við svo mikið hungur, að
hún fór oft í hundsdallinn tll þess að reyna að seðja
hungur sitt. Jeg þekki líka dæmi uppá það, að ríkir
bændur hafa argað börnum sínum svo mikið og látið þau
vinna svo lengi daglega, að þau fengu aldrei nauðsyn-
lega hvíld, og voru lúin og útslitin um tvítugt. Pau hafa
og aldrei beðið þess bætur. Pó var þá um 1880—90
miklu hægra að fá vinnuhjú en nú, en ónærgætni sumra
manna er svona mikil, og því þarf eftirlit.
Þetta sýnir hve nauðsynlegt er alvarlegt og stöðugt
eftirlit með uppeldi barna, einkum þeirra, sem eru mun-