Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 98
98
Verkefni Islendinga
unnið við það, því að margt ólag er á íslandi af göml-
um vana, og margt fer þar illa af hugsunarleysi manna.
Pótt þetta kynni að ganga illa á mörgum stöðum,
færi aldrei svo að það gengi ekki vel sumstaðar. Eitt
hjerað gæti þá hjálpað öðru, og menn gætu úr einni sveit
skrifað mönnum f annari, jafnvel í öðrum landsfjórðungi,
og fengið að vita, hvernig þar gengi, og hver stutt ann-
an með ráöi og dáð.
Jeg efast eigi um, að þetta gæti orðið til þess að
vekja almenning og lyfta undir framfarir landsmanna, að
eins ef menn vildu reyna og gefast eigi upp þegar í stað.
I’etta þyrfti ekki heldur að hafa nein sjerleg peningaút-
gjöld í för með sjer.
Þetta hef jeg hjer í fyrirsögninni kallað lýðskóla.
Pað mætti og nefna þjóðskóla.
Pá gæti og orðið hið mesta gagn að þessu til þess
að greiða fyrir góðri samvinnu á meðal landsmanna.
Ef góð samvinna kæmist á meðal landsmanna, mundu
þeir vinna margar miljónir króna við það á skömmum
tíma. Hugsum oss að eins t. a. m. hvað allir aðdrættir
kosta sumar sveitir, sem eiga langt að sækja allar nauð-
synjavörur. Annað mál er það, að það hefur sjaldan
reynst betra að búa nærri kaupstað á íslandi, því að þá
hefur rápið í búðirnar eða kaupstaðinn eyðilagt marga
dýrmæta stund og mikið fje.
Pá er jeg var að tala við bændur um að reisa sam-
eignarslátrunarhús (1905 og oftar), mintist jeg á það við
fáeina menn, sjerstaklega í einní sveit, hve mikið þeir
gætu sparað við það, ef þeir keyptu allar nauðsynjavörur
sínar í sameiningu og ljetu flytja þær að rjómabúinu þar
í sveit sinni. feir þyrftu þá eigi að sækja þær lengra en
þangað. Flutning á þeim öllum gæti annast sá maður,
sem æki smjörinu til Reykjavíkur. Ef þeir keyptu vör-
urnar í sameiningu, gætu þeir fengið þær svo miklu ódýr-