Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 99
íjóðskólar og samvinna
99
ari, að það dygði til þess að greiða flutningskostnaðinn
heim í sveit þeirra. Best væri og að þeir seldu allar
afurðir sínar í sameiningu eins og smjörið.
Hver meðalbóndi í sveit þessari varð að verja árlega
hjer um bil 25 dagsverkum til kaupstaðarferða og sumir
töluvert meiru. Á þennan hátt gæti hver bóndi sparað
20 dagsverk á hverju sumri og sumir meira.
En eins og þá stóð á, sá jeg að eigi var til neins
að tala um þetta. Menn voru svo tortryggir. Vörunum
yrði eigi úthlutað rjett o. s. frv., kváðu menn.
En hvað er mentunar- eða menningarskortur, ef eigi
það, að geta eigi afhent rjett eina tunnu af korni, 20
pund af sykri o. s. frv. f
Þjóðin þarf að vaxa upp úr slíku ástandi, ef vel á
aö fara. Þetta gætu meðal annars þjóðskólarnir lagað,
og tortrygnin hlyti að hverfa, ef menn kyntust betur, og
ef menn gættu þess vel, að breyta ráðvandlega í
öllum viðskiftum.
Samvinnufjelagsskap þarf að efla og útbreiða meðal
þjóðarinnar. Það er nauðsynlegt, rjett eins og það er líka
nauðsynlegt fyrir þjóðina að eiga góða kaupmenn. Þeir,
sem hugsa sjer að útrýma skuli kaupmönnum, fara með öfgar.
Samvinnufjelögin og kaupmenn bæta hvort annað
upp. Til þess að hindra að kaupmenn geri samtök til
þess að ná einokun á einhverjum vörutegundum er öflug-
ur sameignarkaupfjelagsskaþur ágætur. En ef kaupmenn
fjellu úr sögunni, er mjög hætt við, að sameignarkaup-
skapurinn mundi versna. Mennirnir eru eigi eins góðir
og þeir ættu að vera.
Það er nauðsynlegt að efla samvinnufjelagsskapinn á
Islandi bæði til þess að efnahagur þjóðarinnar batni og
til þess að mönnum lærist að vinna saman. Fyr en
þeim lærist það vel, munu þeir tæplega taka mjög stór-
um framförum.