Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 100
IOO
Verkefni Islendingí
Veturinn 1904—1905 gerði jeg áætlun um það, hve
almenningur mundi geta grætt mikið, ef öflugur samvinnu-
fjelagsskapur væri kominn á um alt ísland. Mjer taldist
það vera yfir þrjár miljónir króna á ári. Jeg ritaði þá,
12. janúar 1905, stjórnarráðinu erindi um þetta mál, en
þáverandi ráðherra hafði enga trú á því og vildi eigi sinna
því. Forseti Búnaðarfjelagsins stakk þá einnig erindi
mínu um það mál undir stól. Pá er jeg kom heim, sá
jeg að ómögulegt var að koma nokkru verulegu áleiðis
eins og ástandið var, nema ef hægt væri að fá menn til
þess að reisa sameignarsláturhús. Jeg hjelt því þessu
fram við bændur og þeir tóku því vel, og sjá víst ekki
eftir því. Allir sjá nú, hve mikla þýðingu það hefur haft
fyrir ísland að verka sauðakjötið vel.
1 áætlun minni var talinn sá gróði, sem fengist ef
sameignarsláturhús væru reist og kjötverkuninni komið í
gott horf. En framleiðsla og verslun íslánds hefur aukist
svo mjög á síðustu 14 árum, að enn gætu landsmenn
grætt þrjár miljónir króna á ári eða meira, ef samvinnu-
fjelagsskapurinn yrði almennur, góður og öflugur um
alt land.
Fyrir fáum árum lögðu sjómenn í Reykjavík niður
störf sín. þeir áttu engan góðan leiðtoga, og þetta varð
þeim til stórskaða. Petta var á besta veiðitíma og var
talið að tjón þeirra og útgerðarmanna hafi numið tveim
miljónum króna eða miklu meiru.
Ef sjómenn í stað þess að hætta við vinnu sína um
alllangan tíma og án þess að nokkur ráðdeild væri í því,
hefðu tekið sig saman um það, að verja öllu því fje,
sem þeir hefðu þá unnið sjer inn í svo sem tvær vikur,
til þess að kaupa botnvörpunga, er alllíklegt, að það
hefði orðið svo mikið, að þeir hefðu getað keypt tvö skip
og flert Þau ut- í*að hefði hatt meiri þýðingu fyrir þá
en verkfallið, enda þótt þeir hefðu unnið það. Ef þeir