Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 101
Samvinna og verslun
oi
eignuðust botnvörpunga sjálfir, gætu þeir skift öllum ágóð-
anum á milli sín, og þá sæju þeir fyrst í raun rjettri,
hve mikið kaup þeirra gæti verið. Ef það gæti verið að
mun hærra en hjá útgerðarmönnunum, mundu útgerðarmenn-
irnir verða að hækka kaupið við þá. Sjómennirnir gætu
með öðrum orðum ráðið því sjálfir, hve hátt kaup þeir
ættu að fá.
Ef sjómenn tækju sig nú saman um að koma á
samvinnufjelagsskap sín á meðal og gera út sam-
eignarbotnvörpunga, yrðu þeir miklu sjálfstæðari en þeir
geta orðið með því að gera verkfall, enda þótt þeir væru
vel undir það búnir. Peir ættu nú að fara að taka sig
saman um það, að koma á samvinnufjelagsskap sín á
meðal. Pað mundi hafa hina mestu þýðingu fyrir þá og
alla sjómannastjettina.
Svíar hafa nýlega stungið upp á því, að eitt alis-
herjar samfjelag fyrir öll sameignarkaupfjelög í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð yrði sett á stofn, og skyldi
það hafa aðsetur sitt í Kaupmannahöfn, af því að hún
liggur best við heimsverslunni af öllum bæjum á Norður-
löndum, Nú er verið að ræða um þetta og undirbúa
stofnun þessa fjelags. Island ætti að verða fjórða landið
í fjelagsskap þessum, því að það getur haft mjög gott
af því. Er vonandi að samfjelag íslenskra sameignar-
kaupfjelaga taki mál þetta til íhugunar. —
Alþíngi — eins og Islendingar yfirleitt — hefur hing-
að til hugsað mest um að fjölga kaupmönnum. Aftur á
móti hefur lítið verið gert til þess að koma betra
skipulagi á verslunina. En það er dýrt fyrir jafn-
fátækt land eins og ísland að ala um 550 kaupmenn.
Allir þurfa þeir sitt uppeldi. En menn hafa haldið, að
samkeppnin yrði þeim mun meiri og verslunin þeim mun
betri sem kaupmenn yrðu fleiri. Pað er ekki svo. Kaup-
menn geta eigi farið lengra í samkeppni sinni en að vissu