Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 102
102
Verkefni fsiendinga
takmarki á verðinu, ef þeir eiga ekki »að fara á höfuðið«.
Nú eru t. a. m. 46 kaupmenn á Akureyri. Peir geta eigi
boðið jafngott verð sem átta kaupmenn mundu geta gert,
ef þeir væru þar eigi fleiri. En þar þarf að vera gott
sameignarkaupfjelag við hliðina á þeim, eins og nú er.
Nú er höfn hefur verið gerð í Reykjavík, er hægt
að koma betra skipulagi á siglingar til landsins en verið
hefur og spara stórfje. Reykjavík getur nú orðið höfuð-
staður og miðstöð allrar verslunar íslands. Þar
þarf að gera góð og mikil vörugeymsluhús við hafnar-
bryggjurnar, og koma öllu svo fyrir, að hægt og kostn-
aðarlítið verði að afferma og hlaða skipin. Flestar vörur
til landsins ætti að flytja til Reykjavíkur, og gætu skip þá
gengið mestan hluta ársins reglulega einu sinni eða tvisvar
í hverri viku á milli landa, því að þá fengist nógur farm-
ur í þau. I Reykjavík ættu svo önnur skip að taka við
þeim vörum, sem ættu að fara til annara hafna, og flytja
þær þangað. Gengju sum þeirra vestur og norður um
land, en sum suður og austur um land. Svo kæmu skip
þessi með vörurnar frá öðrum kaupstöðum landsins til
Reykjavíkur, og millilandaskipin færu með þær til útlanda.
Á þennan hátt fengju strandsiglingaskipin nóg að flytja,
og þyrftu eigi að sigla tóm, eins og tíðkast hefur. Pá
þyrfti landssjóður eigi heldur að verja svo miklu fje til
þeirra eins og raun hefur á verið.
Oft mætti láta vörurnar úr einu skipi í annað á höfn-
inni í Reykjavík, og þyrfti þá eigi, er svo bæri undir, að
setja þær í vörugeymsluhúsin; væri það kostnaðarminst,
er því yrði við komið.
Á móti þessu munu þeir menn rísa, sem reka t. a.
m. verslun á Austurlandi og víðar, og segja, að vörurnar
megi eigi krækja til Reykjavíkur. Leiðin verði lengri og
því dýrari flutningurinn. En úr því mætti bæta með því
að gera flutningsgjald jafnt fyrir allar vörur til landsins