Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 104
104
Verkefni íslendinga
átta undanfarandi öldum til þess að koma miklum endur-
bótum á verslunina, nú er heimsófriðnum lýkur. Lands-
sjóðsskipin gætu tekið að sjer siglingar fram með strönd-
um landsins, og það mætti að líkindum fá bæði Eimskipa-
fjelagið og Hið sameinaða gufuskipafjelag til þess ásamt
landssjóði að taka eitt og hið sama flutningsgjald fyrir
vörur til allra hafna á Islandi.
Pað þarf engum orðum að eyða hjer um það, hvílík
hamingja breyting þessi yrði fyrir þær bygðir landsins,
sem eru afskektar, og þar sem verslunarástandið hefur
verið verst. Nú fyrst gætu þær fengið góða verslun. Nu
fyrst kæmi verslunarfrelsi til þeirra. Ef þetta kæmist á,
þyrfti eigi neitt hjerað að öfunda annað, og ýmsum öðr-
um endurbótum mætti þá haga á hagkvæmari hátt, en
gert hefur verið og hægt hefur verið hingað til sökum
hreppa- eða hjeraöa-»pólitíkur«. —
í Reykjavík þarf að stofna sparisjóð og annan á.
Akureyri. Nokkru eftir að Landsbankinn var stofnaður,
var sparisjóðurinn í Reykjavík sameinaður honum, eða
með öðrum orðum afnuminn. Og þá er íslands banki
var settur á stofn, var sparisjóðurinn á Akureyri afnum-
inn og lagður í hann. Pá þaut mikill ákafi í einstaka
menn að leggja sem mest undir Islands banka. Pá börð-
ust tveir alþingismenn, sem ætluðu sjer að verða banka-
stjórar í hinum nýja banka, fyrir því að afnema Lands-
bankann og láta hann renna inn í íslands banka; varð
það samþykt í neðri deild, en Magnús landshöfðingi
Stephensen fekk bjargað Landsbankanum í efri deild.
Má lesa um þetta mál í Alþingistíðindunum 1901, og er
mjög fróðlegt, að kynna sjer framkomu sumra þingmanna
i því máli, og einnig hve einn þeirra stóð sig þá vel.
Landsmönnum var þá eigi ljóst, hver munur er á
banka og sparisjóöi, og er það tæplega enn, því að ann-