Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 105
Sparisjóðir og bánkar
105
ars mundu þeir hafa bætt úr glappaskotum þessum og
stofnað sparisjóði að nýju í helstu kaupstöðum landsins.
Bankar eru eigi annað en peningaverslun. Peir
versla með peninga og hugsa eins og aðrar verslanir all-
mikið um að græða. f*ótt gott sje að geta fengið pen-
inga hjá þeim, rjett eins og aðrar vörur í verslunum,
missa þeir þó aldrei sjónar á verslunartakmarkinu fremur
en aðrar verslanir. Pess vegna lána þeir peninga helst
um skamman tíma, því að það borgar sig best, meðal
annars af því að þeir taka sjerstaka borgun fyrir hvert
lán (provision). Pess vegna ráðast þeir og stundum í
tvísýn gróðafyrirtæki. Þrátt fyrir þetta eru bankarnir al-
veg nauðsynlegir og gera mjög mikið gagn, rjett eins og
góðar verslanir. En þeir eru misjafnir, og stundum kem-
ur það fyrir að þeir fara á höfuðið eins og aðrar verslanir.
Sparisjóðir aftur á móti hafa það markmið, að venja
menn á að spara, eins og nafn þeirra bendir á, og að
ávaxta fje fyrir menn á sem tryggilegastan hátt. Peir
veita lán gegn áreiðanlegri trygging um langan tíma, oft-
ast nær gegn lægri rentu en bankarnir og án þess að
láta greiða sjer sjerstakt gjald fyrir hvert lán. Pað er
því eigi lítill hagur fyrir landsmenn að eiga öfluga sþari-
sjóði til þess að fá lán hjá.
Bankarnir aftur á móti nota það íje, sem lagt er inn
í þá til varðveislu og vaxta, rjett eins og annað bankafje
til lána um skemri tíma, gróðafyrirtækja o. s. frv.
Sparisjóðirnir mega aldrei verja fje sínu til »spekúlati-
ona« eða til óáreiðanlegra fyrirtækja. Peir eiga að vera
gætnir í allri meðferð sinni á fje því, sem þeim er trúað
fyrir, og jafnan hafa það hugfast, að enginn maður tapi
því fje, sem í þá er látið. Sökum þess er líka venjulega
miklu tryggara að ávaxta fje sitl í sparisjóði en í bönk-
um, en margir snúa sjer til bankanna sökum þess að
margir eiga viðskifti við þá hvort sem er; sumir þeirra