Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 106
oó
Verkefni íslendinga
gefa og svo sem */1 hærri ársvexti en sparisjóðirnir. En
þrátt fyrir það að sparisjóðirnir eru vissari fjárvarðveitslu-
stofnun en bankarnir, hefur það þó komið fyrir, að ein-
staka sparisjóðir hafa farið illa. Orsökin til þess hefur
venjulega verið ein og hin sama, að óráðvandir menn
hafa fengið yfirráðin yfir þeim eða starfað í þeim. Til
þess að ráða bót á slíku og gera sparisjóðina algjörlega
-örugga, er í flestum löndum haft nákvæmt eftirlit
með þeim af ríkisins hálfu. Pað skipar umsjónar-
mann yfir þá alla, og hefur hann aðgang að öllum bók-
um og skjölum sparisjóðanna og öðru, sem þeim til heyrir,
hvenær sem hann kemur. Og enginn góður umsjónar-
maður boðar komu sína fyrirfram.
Nú eru um 44 sparisjóðir á íslandi. Enginn veit með
vissu, hve margir þeir eru (sbr. hina ágætu handbók
Starfskrá íslands bls. 111). Tveir endurskoðunarmenn
•eiga að vera við hvern sparisjóð, sjá lög 3. nóvember
1915 um sparisjóði 19. gr., en hvort svo er, veit líklega
enginn. Enginn u msj ónarmaður er skipaður yfir spari-
sjóðina af hendi landsstjórnarinnar, og mun þó þörf á því,
bæði til eftirlits og til leiðbeiningar fyrir þá menn, sem
að sparisjóðunum standa eða vilja koma fleiri spari-
sjóðum á fót. Slíkan umsjónarmann á landssjóður að
launa, og hver sem það yrði, þarf hann að fara utan og
læra þar starf sitt rækilega, áður en hann gæti tekið til
starfa.
Einkennilegt er það, að engir sparisjóðir eru í Reykja-
vík, Isafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Bankarnir hafa
gleypt þá. En þar verður nú að stofna sparisjóði og á
ýmsum öðrum stöðum. Tað má eigi viðgangast, að bank-
-arnir fái alt sparisjóðsfje manna í kaupstöðunum til versl-
unar sinnar.
Góður sparisjóður er betri en hinn besti borgari í
Evaða kaupstað sem er, eða hinn besti bóndi, ef um