Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 107
Sparisjóðir og bankar
107
sveitir er að ræða. í Danmörku nota einstaka helstu
sparisjóðir fje það, sem þeir græða, til líknar eða styrkt-
ar munaðarlausum; gæti svo farið, að sparisjóðir á Islandi
yrðu svo öflugir, að þeir gætu einnig unnið nokkuð í
þá átt.
Bankana á Islandi má að líkindum bæta best með
því, að setja þriðja bankann á stofn. Hann eiga
samvinnufjelögin að setja, og hann á sjerstaklega að
vera banki fyrir alla samvinnufjelagsmenn og samvinnu á
Islandi.
þá vantar á íslandi lánsfjelag (»kre'dit«-fjelag). Pað
eiga bændur að setja á stofn sjálfir. Ef þeir geta það
eigi, verður það að bíða þangað til þeir geta það. fað
á að stjórna sjer sjálft. Fjelagsmenn kjósa stjórnendur
þess. Góð fyrirmynd hjer í Danmörku er t. a. m.
»Östifternes Kreditforening«. Til þess að slíkt fjelag geti
þrifist, þarf það að eiga að einhvern góðan banka til stuðn-
ings; en það er erfitt að benda á, hvaöa banki það ætti
að vera. Ef góður samvinnufjelagsbanki væri til á ís-
landi, ætti hann að gera það. Landssjóður þyrfti og að
styðja slíkt fjelag á þann hátt, að landið ábyrgðist verð-
brjef þess, til þess að hægt yrði að selja þau erlendis.
En þó getur ábyrgð landssjóðs því að eins komið að
fullu gagni, að hann sjálfur sje eigi skuldunum vafinn.
En ef alt er í lagi, mætti eflaust fá töluvert fje fyrir
verðbrjef lánsfjelags inn í landið frá Danmörku og öðrum
Norðurlöndum. Bjargálnamenn, sem spara saman nokk-
uð fje, kaupa oft áreiðanleg verðbrjef svo sem verðbrjef
góðra lánsfjelaga.
Pað þyrfti að rita rækilega um bankamál íslands,
fjárhag og viðskifti. Hjer er eigi hægt að gera það; en
í ritgjörð þessari hefur verið drepið á ýmislegt, til þess
að minna á hvað gera þarf og vanrækt hefur verið, og
til þess að reyna að koma í veg fyrir það, að menn verji