Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 108
o8
Verkefni Islendinga
kröftum sínum til hjegóma eöa annars, sem miðar meira
að því að sýnast en til sannra framfara.
XI.
Alþingi. Engin stofnun landsins er mjer kærari en
alþingi. Pað er elsta stofnunin, næst þjóðfjelaginu sjálfu.
Svo víðtækar rætur átti alþingi hjá þjóðinni á goðorðatíð
landsins, að líf þess var sem líf þjóðarinnar. f*að var
eins og þing og þjóð ættu þá bæði eitt fjöregg saman.
Síðar breyttist þetta og því miður kvað lítið að alþingi
um margar aldir. En á þeim öldum var þjóðin líka að-
gjörðalítil og atkvæðalítil.
Nú er þetta breytt. Pjóðin hefur vaknað nokkuð
við, alþingi hefur risið upp aftur, og það fer með alla
löggjöf landsins eins og í gamla daga; það hefur hið
þýðingarmikla fjárveitingarvald á hendi, en á goðorðatíð
landsins var enginn landssjóður til, þótt til væri dálítið
lögrjettufje. Alþingi ræður því og mest, hverjir fara með
stjórnarvöldin, en því rjeði það ekki á goðorðatíðinni.
Alþingi á og nú víðtækar rætur hjá þjóðinni, því að al-
menningur velur alla þingmenn. Pað er því nú algjörlega
á þjóðarinnar valdi, hvernig alþingi er skipað.
þannig á þjóðin sjálf eiginlega að leggja grundvöll-
inn undir það, að löggjöf landsins verði góð og lands-
stjórnin — framkvæmdin sjálf á lögunum — líka.
Sökum þessa ríður svo afarmikið á því, að ala ung-
viði landsins vel upp og menta vel alla þjóðina. Alt er
nú undir því komið, að þjóðin,' allur almenningur, verði
betri, vandaðri og betur að sjer en verið hefur.
Eitthvert hið mesta gagn, sem menn hafa af góðri
þekkingu, er það, að hún opnar augu þeirra, svo að þeir
skilja betur marga hluti en ella.
Reyndin hefur sýnt, að almenningur (kjósendur) send-
ir stundum gjörsamlega óhæfa menn á alþingi, menn, sem