Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 110
IO
Verkefni Islendingj
eins og á Englandi. far samþykkir þingið eigi neina
fjárveitingu nema stjórn landsins sje meb henni.
En á alþingi kveður svo ramt að því mikla ólagi á
meðferð fjárveitingavaldsins, að einstakir þingmenn koma
stundum fram með á þingi að veita stórfje til einstakra
manna, án þess að ráðfæra sig um það við landstjórnina
og án þess að fjárveitingin sje til nokkurs gagns fyrir
landið. Pað þarf því eigi annað til þess að fá fje úr
landssjóði, en að tala um það við einstaka þingmenn og;
fá þá til þess að veita fjeð. Petta gengur oft greitt,
sjerstaklega ef þingmennirnir eru í fjárlaganefndinni, og
ef lægnir menn og áleitnir eiga í hlut. Pað er og mælt
að stundum sje lofað fje til fyrirtækja, sem tæplega þyrftu
að koma á landssjóð, því að einstakir menn eða fjelög
mundu geta tekið þau að sjer, að kostaðarlitlu fyrir land-
sjóð; einstaka sinnum eru og fjárveitingarnar hreint og
beint á móti anda þeirra laga, sem alþingi hefur samþykt.
Slíkt kvað gert án þess að ráðgast sje um við hlutað-
eigandi ráðgjafa.
Hjer skal nefna dæmi.
Árið 1903 samþykti alþingi lög um eftirlaun og voru
þau staðfest 4. mars 1904. Lög þessi eru að vísu engin
fyrirmyndarlög og eigi eins rjettlát eins og tilskipunin frá
31. maí 1855, sem gilti áður um eftirlaun. Eins og skjótt
varð raun á, hafa þau verið misbrúkuð rjett eins og til-
skipunin, er varð óvinsæl af því, að einstaka drykkfeldir
embættismenn (sjerstaklega sýslumenn) fengu á heldur
ungum aldri allmikil eftirlaun samkvæmt henni, og af því
að fáeinir menn notuðu þetta til þess að afla sjer lýð-
hylli. En tilgangur alþingis með lögum þessum var sá,
að spara fje landsins til eftirlauna og láta lík eftirlaun
ganga yfir alla og var það í raun rjettri vel hugsað.
Eftir lögum þessum getur t. a. m. núverandi biskup
landsins, sem ávalt hefur gegnt embættisstörfum sínum