Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 113
Alþingi
”3
óreglu eða til þess að gegna öðrum störfum, íá eftirlaun
eða ellistyrk samkvæmt ákveðnum reglum. fá má koma
í veg fyrir gjörræði. En hjer skal líka minna á það, að
með þeim þjóðum, sem lengst eru komnar, geta allir
heiðarlegir menn, konur sem karlar, fengið ellistyrk, ef
þeir eru fátækir, þá er þeir eru sextíu og fimm ára eða
þar í kring. Takmark þjóðfjelagsins hlýtur að vera að
styðja alla heiðarlega fjelaga þess, og ættu eigi allir að
eiga sama rjett til hvíldar á elliárunum?
Afengu má eins vel marka menningu og siðferði
almennings og allrar þjóðarinnar í heild sinni eins
og af landsstjórninni, bæði löggjöf og allri framkvæmd, í
einu orði af allri pólitík þjóðarinnar. Hún er einn hinn
áreiðanlegasti og skarpasti prófsteinn, sem til er. Tað
skal minna til að vera trúr og góður heimilisfaðir, eða
góður við fjelaga sína, en í opinberum málum. Pað er
gott og ágætt, er menn eru það, — svo á það að vera,
— en það er eigi meira en það, sem margur glæpamað-
ur hefur verið. Það reynir fyrst alvarlega á mennina, á
siðferðisþrek þeirra, þá er um pólitík þjóðarinnar er að
ræða, og menn sjá fjárhirslur þjóðarinnar og önnur gæði
og metorð fyrir framan sig.
XII.
ísland er illa statt, en alt getur það batnad.
Tað er þungt að hugsa um það, það er leitt að tala um
það, hve illa Island er statt, en þó verður að gjöra það.
íslendingar virðast eigi skilja það sjálfir, nje sjá það eins
og það er. Tess vegna rita þeir ekkert um það.
ísland er illa statt, af því að það vantar menn,
góða, sjálfstæða menn, sem geta, vilja og þora að
vinna fyrir ísland, fyrir þjóðfjelagið, án þess að hugsa um
sinn eiginn hag og um vinsældir, lof manna og last. Tað
S