Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 114
H4
Verkefni íslendinga
vantar óháða menn, sem að eins hugsa um það, sem er
rjettast og þjóðfjelaginu er fyrir bestu.
Hjer er að ræða um þess konar menn, sem hafa frá
bernsku fengið hið besta uppeldi, bæði andlega og líkam-
lega, og hafa síðan um langt skeið leitað sjer hinnar bestu
þekkingar utanlands og innan, til þess að geta unnið þjóð
sinni sem mest gagn. ísland vantar slika óháða menn,
sem hafa það jafnan fyrir augum, að fullkomna sjálfa sig
til þess að geta unnið þjóðfjelaginu það gagn, sem þeir
megna, án tillits til endurgjalds, með því að berjast fyrir
þeim hugsjónum, sem þjóðinni má að mestu gagni verða,
eða fyrir endurbótum á því sem í ólagi er. Svona menn
eiga aðrar mentaðar þjóðir, sem eru stærri og auðugri en
vjer íslendingar. Pað er hamingja þeirra. Svona menn
hafa t. a. m. Danir átt og eiga enn, en sjerstaklega hafa
Englendingar af stórþjóðunum átt ýmsa slíka menn. Pað
hefur verið hin mesta hamingja þeirra.
En ísland á engan slíkan mann. Pjóðfjelagið er svo
lítið og fátækt, að slíkir menn hafa eigi getað þrifist þar
enn, eða eiga að minsta kosti mjög erfitt með það.
ísland hefur aldrei átt mikla auðmenn, en nú á ófrið-
arárunum hafa fáeinir Islendingar eignast töluverðan auð,
en þeir hafa eigi fengið það uppeldi og þá mentun og
þekkingu á yngri árum, sem þarf til þess að vinna á
þennan hátt fyrir þjóðina. Peir munu flestir komnir yfir
miðjan aldur eða á efri árin, og þá er venjulega orðið of
seint að afla sjer þess, sem menn eiga að leggja grund-
völlinn að í æsku. Auk þess munu flestir þessir menn
vera bundnir við atvinnu sína og því eigi óháðir, en að
vinna í þarfir þjóðfjelagsins á þann hátt, sem hjer er
mælt, krefur mestallan tíma hvers manns. En allir þessir
auðmenn, sem hafa rekið atvinnu sína með svo miklum
dug, munu geta unnið mjög mikið að framförum atvinnu-
veganna, hver á sinn hátt, og gert margt annað gott og