Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 116
6
Verkefni Islendinga
Eti slíkt skilja menn ekki, eða vilja eigi sjá það og
skilja.
I annan stað hafa blöðin gert afarlítið til þess að
styðja siðferði þjóðarinnar og halda uppi lögum og rjetti í
landinu. Pá er menn gera sig seka í stórum svikum, t.
a. m. tollsvikum eða öðrum svikum, nefna blöðin það
því nær aldrei. Verstu svikurum og fjárglæframönnum er
alls ekki refsað nú á Islandi, ef marka mætti íslensku blöð-
in. þau nefna slíkt ekki. I’au breiða yfir það eða sam-
þykkja, ef slíkt á sjer stað. Pau berjast ekki gegn löst-
um þjóðarinnar. Og það er auðsætt af hverju þetta er.
það er þegar nefnt. Pjóðina vantar góða, óháða menn.
í öðrum löndum, svo sem hjer í Danmörku, skýra
blöðin frá slíku og berjast á móti því. Ef miljónaeigandi
svíkur eða brýtur lögin hjer á landi, er honum stungið
inn í hegningarhúsið, og honum er refsað og dæmdur í
þungar sektir. Eitt af því, sem hefur aflað Dönum nú á
ófriðarárunum svo mikils trausts og virðingar meðal stór-
veldanna, er beint það, hve vel þeir hafa haldið uppi lög-
um og rjetti í landinu, og látið þau ganga jafnt yfir alla,
auðuga eigi síður en fátæka. Yfirdómari Thorup hefur
getið sjer mikillar frægðar fyrir dug sinn og rjettlæti.
Hann hefur tekið svo í lurginn á hinum auðugu mönnum,
sem reka verslun og hafa gert sig seka í óráðvendni og
lagabrotum, til þess að auðga sig, að einsdæmi eru; hefur
hann gert landi sínu og þjóð hið mesta gagn með því.
Slíkan mann ætti ísland. að eiga til þess að gæta
laga og rjettar.
Jeg sagði fyr að ísland ætti engan óháðan mann,
sem verði lífi sínu til þess að berjast fyrir endurbótum
innanlands og sönnum framförum, til þess að hefja alla
þjóðina hærra. »]?að væri þá helst hann sjera Friðrik,*
sagði kunningi minn, »enda er hagur hans þar eftirU Ekki
finnur hann að stjórnmálum og fjárglæfrum, en það er hið