Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 117
ísland er illa statt
!I7
hættulegasta. Á íslandi geta engir lifað á ritstörfum nema
fáeinir ritstjórar, og þeir eru fæstir óháðir, heldur bundnir
við flokka eða einstaka menn, þótt ekki væri annað. Ef
einhver vildi verja lífi sínu fyrir velferð allrar þjóðarinnar,
hefur hann ekkert að lifa á. Ef hann vildi rita um bresti
þjóðfjelagsins og hinar nauðsynlegustu endurbætur, fengi
hann það ekki prentað, nema hann kostaði það sjálfur,
að jeg ekki tala um, að hann fengi nokkuð fyrir það.
Þó væri það þarfara en flest annað, að fá gott og greini-
legt rit um mein og bresti þjóðfjelagsins og einstaklinga
þess, og um það hvernig slíkt mætti best laga. Maður
eins og t. a. m. Jón Sigurðsson gat eigi þrifist á ís-
landi. Ef hann hefði verið búsettur þar, hefði hann orð-
ið annar maður en raun varð á. I Kaupmannahöfn hafði
hann málfrelsi, og þar lifði hann mestmegnis á þeim vís-
indalega styrk, sem hann fekk frá Dönum. Par gat hann
unniðfyrir ísland, en íslenska þjóðin styrkti hann svo að segja
ekki neitt. Menn sögðu aftur á móti á íslandi, að hann
gæti farið á hrepp sinn, er hann fann að við landsmenn
og er á það var minst, að hann þyrfti styrktar við; það
kæmi sjer ekkert við, þótt hann væri fátækur. Svona
var það öll þau ár, á meðan hann gat unnið með fullu
vinnuþreki.
Það þarf auðvitað afarmikið þrek til þess að koma
lagi á það hjá oss, sem í ólagi er. Það er óvinsælt verk
að finna að við agalitla þjóð, og krefjast þess, að hún
geri skyldu sína. En án þess að benda á það, sem í
ólagi er, er ómögulegt að koma á þeim endurbótum,
sem með þarf. Slíkt er þúsund sinnum erfiðara, en að
æsa menn upp á móti Dönum eða til stjórnar- og stjórn-
arskrárbaráttu. Hver afglapi getur gasprað um frelsi, þótt
hann viti eigi hvað frelsi er, og sje manna ófrjálslyndast-
ur sjálfur og rangsnúinn. Pað er annað en að koma við
kaunin og meinin hjá landsmönnum sjálfum, og opna augu