Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 119
Tímamót
»9
nú, hvernig þær verða, þá er vonskan og ágirndin fær
yfirráð yfir þeim.
Nú er kvartað mjög undan því, að fjegirnd og
gróðafíkn sje orðin svo mikil og mögnuð á íslandi, að
erfitt sje orðið að finna þar menn til ýmsra starfa, er hugsi
eigi of mikið um að græða eða sinn eigin hag. Þjóðin
er illa farin, ef svo er. Velferð allra er takmarkið,
en eigi nokkurra einstakra manna á kostnað fjöldans,
eins og svo oft á sjer stað hjá stórþjóðunum. Hamingja
Danmerkur t. a. m. er mest fólgin í því, að þar hefur
verið unnið betur að því, að hefja almenning á æðra stig
en í nokkru öðru landi. Þess vegna hefur Dönum geng-
ið nú betur en nokkurri annari þjóð, eða svo vel, að
þeir hafa jafnan getað verið hjálpandi, án þess að líða
nauð sjálfir. Pess vegna hafa glæpafullir byltingamenn
ekki getað unnið neitt á í Danmörku nú í haust, eins og
svo víða annars staðar. Rörn fátæklingsins hafa þar
hinn sama rjett til mentunar og frama sem börn auð-
mannsins, og geta fengið hjálp, er þau sýna þá hæfi-
leika, sem verðskulda það.
En eins og ástandið er nú bæði á Islandi og í flestum
öðrum löndum, þarf mest að hugsa um rjett allra, hinn
almenna rjett, rjett þjóðfjelagsins í heild sinni og
vinna að eflingu hans, en ekki um rjett nokkurra ein-
stakra manna, rjett fárra manna, rjett áleitinna manna.
Peir hugsa sjálfir um sig, kunningja sína og vini, og er
t. a. m. þjóðjarðasalan ljóst dæmi upp á þetta í þjóðfje-
lagi voru. Par er hinn almenni rjettur borinn fyrir borð,
en hlynt að örfáum mönnum á kostnað allra og þjóð-
fjelagsins.
En nú ætti að verða tímamót í sögu íslend-
inga. Nú ætti að renna upp langt og fagurt framfara-
skeið á Islandi. Nú ættu leiðtogar þjóðarinnar, allir al-
þingismennirnir, embættismenn og sýslunarmenn að hugsa