Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 120
120
Þrír Danir
meira um landið og þjóðfjelagið í heild sinni, en þeir
margir hafa gert áður, og sjerstaklega ætti almenningur
að vanda betur kosningar til alþingis, en hann hefur gert.
Nú ætti að senda verksjeða menn, stilta og staðfasta á
þing, menn, sem geta unnið að framförum landsins, en
eigi máluga óverksjeða menn, sem aðallega hafa ritað
nöfn sín í sögu landsins með því að herja út mikið fje
handa sjálfum sjer úr landssjóði.
Almenningur verður að gæta að því, hvað kosningar-
rjetturinn þýðir. Hann má ekki nota hann illa.
Kaupmannahöfn, Ole Suhrsg. i8, haustið 1918.
Bogi Th Melsteð.
Prir Danir,
sem Island á mikið að þakka.
Pað hefur tekið vinstrimannastjórn Dana 17 ár að
bæta úr afturkipp þeim, sem kom eftir frelsisölduna 1848,
og skilningsleysi þjóðfrelsismanna (Nationalliberale) og
hægrimanna á íslenskum stjórnmálum á undanfarandi 53
árum (1848—1901). Margar stjórnir í öðrum ríkjum hafa
orðið að verja miklu lengri tímá til slíkra endurbóta, og
engri þeirra hefur tekist það svo vel sem vinstrimanna-
stjórninni dönsku. Þannig hefur t. a- m. stjórn Englend-
inga af frjálslyndari flokknum eigi enn getað greitt úr
írska stjórnarskipunarmálinu, og hún hefur eigi heldur
viljað veita írum fult fjárveitingarvald, sem íslendingar
fengu þó 1874 á ríkisárum hægrimanna; sýnir það, að