Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 122
22
f^rír Danir, sera Jsland á mikid að þakka
manna meö hinn fyrsta dómsmálaráðgjafa þeirra og ís-
landsráðgjafa. Ef Deuntzer ráðaneytisforseti sjálfur
eða Christopher Krabbe hefði þá orðið dómsmála-
ráðgjafi. hefði farið öðruvísi. En því miður varð P. A.
Alberti þá dómsmálaráðgjafi, og hann vildi sem minst
ómak hafa af málum Islands, og var ófáanlegur til að
verja nauðsynlegum tíma og störfum til þess að gjöra
svo rækilegar breytingar sem þurfti, ekki að eins á stjórn-
arskránni heldur og á stöðu íslands, og þar hafði hann
stjórnarskrárbreytingar þær, sem barðar voru fram á þingi
1901, sjer til afsökunar. Ef hann hefði breytt stöðulög-
unum eins og þörf var á, hefði eigi þurft svo langan tíma
eins og raun hefur á orðið, til þess að hrinda stjórnar-
skipunarmálinu í rjett horf. Samt var það eitthvert hið
allra stærsta og þýðingarmesta skref, sem nokkru sinni
hefur verið stigið í sjálfstæðisáttina, er stjórn landsins var
.flutt frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Sumir íslend-
ingar hafa að vísu ekki enn viljað viðurkenna þetta, en
þeir vinna eigi annað með því, en að sýna og sanna skiln-
ingsleysi sitt á stjórnarskipunarmálinu og þrákelkni.
Pá er vjer rennum huga vorum yfir alla stjórnfrelsis-
baráttu vora, er full ástæða til þess að minnast margra
Dana, sem hafa talað máli Islendinga og veitt þeim lið á
margar lundir, alt frá þeim tíma, er Baltazar Chri-
stensen túlkaði mál þeirra um og eftir 1840 og fram
til þessa dags, en því miður er eigi rúm nje færi hjer til
þess. Hve nær sem saga Islendinga á 19. öld verður rit-
uð rækilega, hlýtur það að verða gert. Hjer væri sjer-
staklega ástæða til þess að minnast margra stjórnmála-
manna síðan 1901, sem hafa verið Islandi hliðhollir; eru
nú sumir þeirra fallnir frá, svo sem Octavíus Hansen
málaflutningsmaður, Johan Ottosen sagnfræðingur og
Christopher Krabbe, þingmaður og hjeraðsfógeti sem fyr
var nefndur, en aðrir eru nú hættir að gefa sig við póli-