Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 123
J. C. Christensen
123
tík og má þar sjerstaklega nefna N. J. Larsen, cand.
jur., sem lengi var ritstjóri og ríkisþingmaður 1881 —1903.
Hann var dálítið kunnugur Jóni Sigurðssyni og gaf sig
nokkuð að íslands málum frá þeirri tíð og fram til 1903,
er hann ljet af þingmensku. Pá mætti og nefna marga
menn, sem um lengri eða skemri tima hafa gefið sig að
landsmálum og enn starfa að þeim, og hafa lagt stjórn-
frelsismáli íslands lið á marga vegu ; ef farið væri að
telja þá, mætti eigi nema staðar við þá eina, sem sitja í
ríkisþinginu eða í ráðgjafasæti eða öðrum þýðingarmiklum
embættum, heldur yrði og að nefna ýmsa menn í sveit-
um, bæði lýðháskóiakennara, ritstjóra og bændur og einn-
ig nokkrar konur, er hafa sýnt Islandi góðvild og viljað
að það fengi sem frjálsasta stjórnarskipun. Menn þessir
eru miklu fleiri en flestum íslendingum er kunnugt; sjest
það nokkuð af því, hvernig Danir hafa tekið stofnun
Dansk-íslenska fjelagsins. Pað hefur nú á skömmum
tíma fengið yfir 2000 fjelaga í Danmorku. Er það eigi
nema skylt að viðurkenna þetta og gæta ailrar sanngirni.
En sökum rúmleysis skal að eins nefna hjer þrjá
Dani. Tveir af þeim eru þeir menn, sem einna mestu
hafa ráðið um landsmál í Danmörku á síðustu 20 árum,
og hafa þeir báðir verið ráðaneytisforsetar, þá er mest
hefur verið átt við stjórnarskipun og stöðu íslands. Ann-
ar þeirra er fólksþingsmaður J. C. Christensen, en hinn
ríkisráðgjafi C. Th. Zahle. Priðji maðurinn er »kabinet-
sekretær« konungs, kammerherra A. Krieger. Hann
er hægri hönd konungs í stjórnarstörfum hans. Allir
þessir menn hafa unnið að stjórnarskipunarmáli íslands af
einlægum hug, miklu frjálslyndi og rjettlætistilfinningu,
enda sýna verkin nú merki þess.
Jens Christian Christensen er fæddur 21. nóvem-
ber I856 í Houen-sókn, rjett hjá Tarm í Ringköbingamti.
Faðir hans var sjálfseignarbóndi og ólst sonur hans upp