Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 125
J. C. Christensen
125
Christen Berg, foringi vinstrimanna, kom þá á undirbún-
ingsfund þar í amtinu og mælti fram með honum; var
hann í janúar 1890 kosinn þingmaður í 1. kjördæmi Ring-
köbingsamts; hefur hann síðan jafnan verið þar endur-
kosinn, oftast án þess að nokkur maður biði sig fram á
móti honum.
í ríkisþinginu var Christensen í flokk Bergs og þeg-
ar á fyrsta ári kosinn í fjárlaganefndina. Hann vann nú
að þingstörfum með svo miklum dug og iðni að það
vakti almenna athygli. Hann kynti sjer þau mál, sem
uppi voru, vel og rækilega, las ríkisþingtíðindin og nefnd-
arálit frá fyrri árum og gerðist brátt mjög fróður um
landsmál á síðustu tímum, svo að hann skaraði fram úr
flestum þingmönnum. 28. nóv. 1891 andaðist Berg og
var Christensen þá kosinn foringi flokksins og var það
síðan þangað til eftir kosningar 1895, er vinstri endur-
bótaflokkurinn (»Venstre-Reformpartiet«) var - stofnaður.
Einn af hinum elstu og helstu mönnum vinstrimanna, for-
seti fólksþingsins, Sofus Högsbro varð þá formaður
hins nýja flokks, en Christensen var þegar kosinn í stjórn
hans og formaður hans tveim árum síðar, þá er Högsbro
ljet af formenskunni.
1895 varð Christensen formaður fjárlaganefndarinnar
og framsögumaður hennar í landvarnarmálum og kenslu-
og mentamálum. Á þeim árum áttu vinstrimenn jafnan í
harðri stjórnardeilu við hægrimannastjórnina; fór þá svo
að starf og veldi fjárlaganefndarinnar óx mjög á for-
mannsárum Christensens. Fjárlaganefndin gerði þá um
mörg mál, sem landsstjórnin annars gerir um, og ráðgjaf-
arnir urðu þá að vísa umsækjendunum beint til hennar,
sem annars er ekki siður. Formaður hennar varð því
mjög voldugur maður, en með valdinu óx starfið. Það
þótti þá undrum sæta, hve mikill starfsmaður Christensen
var og hve nákunnugur öllum málum hann gerðist, enda