Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 126
126
Í’rír Danir
lagði hann líka mikið erfiði á sig. Allir luku lofsorði á
hann sem foringja vinstrimanna. Hann hafði ekki sókst
eftir því, en vann traust manna af því að hann var vitur
maður og stiltur og áreiðanlegur í öllum viðskiftum; alt
stóð sem stafur á bók, sem hann lofaði. Hann hafði
einnig hina bestu hæfileika til þess að semja um málefni
við menn, og það þótt þeir væru andstæðingar hans í
skoðunum.
Pá er hægrimannastjórnin varð að láta af stjórnar-
störfum, var Christensen sjálfkjörinn í ráðaneyti það, sem
vinstrimenn skipuðu. Hann var um þessar mundir áhrifa-
mestur maður í ríkisþinginu, og var það álit manna, að
hann mundi vera sá maður, er setti mót á ráðaneytið.
Hinn 24. júlí var hið nýja ráðaneyti skipað og Christen-
sen varð kirkju- og kenslumálaráðgjafi í því. Hann reynd-
ist mjög duglegur ráðgjafi og kom á mörgum, sumum
mjög mikilvægum, lögum og endurbótum bæði í kirkju-
og kenslumálum, sem yrði hjer of langt að telja.
Pá er fram liðu stundir kom upp mikill ágreiningur
á milli hermálaráðgjafans og sjóliðsráðgjafans; varð það
til þess, að Deuntzer lagði niður völdin, en Christensen
myndaði nýtt ráðaneyti 14. janúar 1905, og tók að sjer
störf bæði hermála- og sjóliðsráðgjafans og varð landvarn-
arráðgjafi. Hann átti að koma lagi á hermálin, er nefnd
sú, er skipuð var 1902 til þess að undirbúa Iög um þau,
kæmi með álit sitt. Aðaldeila Dana á síðasta mannsaldri
hefur staðið um hermálin, og var það eflaust eitthvert
hið erfiðasta og vandamesta starf, sem nokkur maður í
Danmörku gat þá fengið, að leysa úr þeim. En flestum
þótti Christensen líklegastur til þess, og sýndi það hvílíkt
traust menn höfðu á honum. Er líklegt að honum mundi
hafa tekist það þegar, ef eigi óvænt og afarill tíðindi hefðu
borið að höndum rjett um það leyti sem landvarnarnefnd-
in lauk störfum sínum og málið átti að koma fyrir. En