Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 128
128
Prír Danir
foringi fyrir flokk sinn og formaður fjárlaganefndarinnar.
Neergaard gerðist ráðaneytisforseti, en honum tókst eigi
að greiða úr landvarnarmálunum, og tók þá Holstein
greifi frá Hleiðruborg við landsstjórn 16. ágúst 1909, en
Christensen gerðist landvarnarráðgjafi í ráðaneyti hans,
þó að eins til þess að koma lögum á um landvarnirnar.
Petta tókst honum skjótt, og neyddi hann hægrimenn um
'eið til að kannast við að kastalar þeir, sem þeir hefðu látið
gera með fjárveitingu á bráðabirgðarfjárlögum, væru
ólöglegir. Hann vann þar mikinn pólitiskan sigur með
vinstrimönnum, en hægrimenn urðu honum afarreiðir út
af þessu, og hinir áköfustu vinstrimenn og jafnaðarmenn
urðu uppvægir á móti honum fyrir það, að þeim þótti
hann verja ofmiklu fje til að halda landvörnum uppi.
Þá er Christensen hafði komið á lögum um land-
varnirnar, sagði hann af sjer ráðgjafaembættinu 16. októ-
ber 1909, og nokkrum dögum síðar lagði Holstein niður
völdin. í desember þetta ár tóku allir mótstöðumenn
Christensen sig saman um að reyna að klekkja á honum
og ljetu lögsækja hann fyrir ríkisrjetti fyrir það, að hann
b.efði átt að hafa þekt hinar óhæfilegu aðfarir Albertis
nokkrum mánuðum áður en almenningi urðu þær kunnar
og hann hefði átt að geta hindrað svik hans. Ríkisrjett-
urinn dæmdi Christensen 17. júní 1910 sýknan saka. í
janúarmánuði árið eftir varð Christensen skyndilega
veikur, og var þá gerður mjög hættulegur holskurður á
honum til að bjarga lífi hans. Veikindi hans vöktu al-
menna athygli og hluttekningu í Danmörku; kom þá
greinilega í ljós, hve mikils hann var virtur, hve mikla
þýðingu hann hafði og hve mikill söknuður hefði orðið
að honum. Pá er hann var orðinn frískur, var hann kos-
inn formaður fólksþingsins og stýrði því með miklum
skörungsskap þangað til 1913; þá baðst hann undan end-
urkosningu, líklega til þess að geta tekið meiri þátt í