Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 129
J. C. Christensen
129
tneðferð málanna á þingi. Hann hefur líka síðan unnið
að og haft mikil áhrif á hin mikilvægustu málefni og
yrði það oflangt mál, ef ætti að skýra hjer nánara frá
því. 1916—18 var hann ráðgjafi í ráðaneyti Zahles sem
nokkurs konar eftirlitsráðgjafi af hendi vinstrimanna sök-
um ófriðarins.
Christensen er mjög fjölhæfur maður og hefur áhuga
á mörgu. Hann er í stjórn margra fjelaga, sem vinna
að þjóðþrifum 'og framförum, svo sem t. a. m. fjelaginu
(Nationalforeningen) er berst á móti berklaveikinni, ljós-
stofnun Niels Finsens, Carnegie-sjóðnum. Munar alstaðar
mikið um hann, hvar sem hann snýr sjer að. Á árunum
1910—1917 gaf hann út ágætt vikublað með myndum,
er hjet »Tiden«, til þess að breiða út almenna þekkingu.
Hann ritaði sjálfur í það mest um landsmál. Einnig rit-
aði hann nokkrar greinar í það um íslensk málefni, og ljet
það flytja ýmsar fræðandi greinar um Island.
Skoðanir Christensens á málum íslands hafa eðlilega
breyst mjög við nánari kynningu hans á þeim, og jafn-
an orðið frjálslyndari. Hann hóf í haust umræður um
sambandslögin í stúdentafjelaginu danska (Studenter-
foreningen), sem er nú ákaflega fjölment fjelag; sagði
hann þá, að Danir hefðu átt fyrir rúmum 60 árum að
gera það, sem þeir hefðu nú gert, að veita íslandi fult
sjálfstæði. Pað væri yfirsjón þeirra í stjórnmálum íslands.
Orð þessi lýsa skoðun hans best.
Eins og á stóð var það eigi vandalaust að fá alla
vinstrimenn til að samþykkja það, að senda menn til Is-
lands til þess að fara að semja þar um stjórnarstöðu
landsins, því að margir þeirra vildu í fyrstu að eins semja
um það í Kaupmannahöfn. En Christensen tókst það þó.
Eftir þeirri reynslu, sem hann hafði fengið 1908, var eigi
hægt fyrir hann að líta bjart á málið, en hann var þó
þegar fús á að reyna, ef það gæti orðið til góðs, og
9