Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 130
130
ÍVír Danir
sýnir þaö, hver maður hann er. Pá er sambandslögin
voru til umræðu nú í ríkisþinginu, hjelt hann fróðlega,
viturlega og snjalla ræðu um þau af hendi vinstrimanna;
sýnir hún hve sanngjarn hann er við ísland. Pví miður er
ekki rúm hjer til að flytja útdrátt úr henni. Þess skal
að eins getið, að hann tók það skýrt fram, að þjóðirnar
hefðu rjett til að ráða sjer sjálfar, og að Danir ættu fús-
ega að uppfylla sjálfir þær kröfur, sem þeir gerðu til
-annara. Pað mundi verða þeim til góðs, er þeir óskuðu
að fá þjóðarvon sína uppfylta. Pessum orðum beindi
hann sjerstaklega til hægrimanna, því að hann vildi helst
að þingmenn þeirra hefðu líka greitt atkvæði sitt með
sambandslögunum. Hann óskaði að ríkisþingið samþykti
þau í einu hljóði.
Carl Theodor Zahle er fæddur í Hróarskeldu 19. '
janúar 1866. Faðir hans hjet Chr. Zahle og var meistari
í skósmíði; var hann og sjera P. Chr. Zahle, sem lengi
var fólkþingismaður á árunum 1853—1881, bræðrasynir,
en sjera Zahle var bróðir Natalie Zahle, sem fyr er
frá sagt.^
C. Th. Zahle ólst upp hjá foreldrum sínuin; var
heimili þeirra myndar og iðju heimili. Pá er sonur þeirra
var 12 ára, settu þau hann í latínuskólann í Hróarskeldu.
Hann var fjörugur, og er sagt að hann hafi átt erfitt
með að halda allar skólareglur. Hann var líka þá orð-
inn vinstrimaður og farinn að hugsa um »pólitík« og hag
annara; þótti sumum kennurum hans nóg um það.
Zahle útskrifaðist 1884 og tók þá að lesa lögfræði
við háskólann og gekk í stúdentafjelag hinna frjálslyndu
stúdenta (Studentersamfundet), er stofnað var 2. maí
1882. Par tók hann oft mikinn þátt í umræðum og fje-
lagsmálum. í janúar 1890 tók hann próf í lögum með
1. einkunn.
Sama dag, sem hann lauk prófi, fór hann frá Kaup-