Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 132
132
T'r:r Danir
flutningsmanni og varb sjálfur yfirrjettarmálaflutningsmað-
ur í Kaupmannahöfn 1894. Hann ritaði þó stöðugt í
»Politikenc, og hjelt því starfi fram til 1909, er hann
varð ráðgjafi.
Skömmu fyrir kosningar í aprílmánuði 1895 var Zahle
beðinn að bjóða sig fram til fólksþingsins í Ringsted af
hendi vinstrimanna og jafnaðarmanna. Pað var gamalt
vinstrimanna kjördæmi, en hinir hóglátari vinstrimenn
snerust á móti honum, og bóndi einn bauð sig fram af
þeirra hálfu. Zahle náði þó kosningu með miklum at-
kvæðamun, og hefur hann jafnan verið endurkosinn þar
síðan. Pá er ríkisþingið kom saman eftir kosningarnar,
var vinstri endurbótaflokkurinn stofnaður sem fyr segir,
og átti Zahle þátt í stofnun hans og var í honum nálega
í 10 ár.
Zahle var að eins 29 ára, er hann varð þingmaður
og þá yngstur á þingi. Hann hafði sig lítið frammi í
fyrstu, en kynti sjer vel þingmálin. Pað, sem honum var
falið á hendur að gera í ríkisþinginu, leysti hann alt vel
af hendi. Pá er vinstrimenn komust til valda, varð hann
einn af framsögumönnum fjárlaganefndarinnar og hinum
fremstu mönnum í fólksþinginu. Hann var þá líka fram-
sögumaður laga um að bæta hag leiguliða og kotbænda
(husmænd), og skipaður í nefnd um stofnun kotbænda-
skóla. 1901 hafði hann gefið út bók, sem heitir »Den
danske husmand*. Var það pólitiskt sögurit, og talaði
hann þar máli kotbænda, og hefur oft gert það síðan og
þeirra manna, sem lágt eru settir í þjóðfjelaginu. 1903
var hann formaður fyrir nefnd þeirri, sem skipuð var um
hóflega nautn áfengis. Framaðist hann mjög í ríkisþing-
inu á þessum árum, gerðist ágætur ræðumaður, skjótur
til að átta sig á málum og skýra Ijóst frá þeim.
Pá er ágreiningurinn varð milli hermálaráðgjafanna og
vinstrimanna 1904, var Zahle í flokki þeirra, sem vildu