Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 133
C. Th. Zahle
«33
sem minstu fje eyða til hermála. í byrjun næsta árs
myndaði Christensen ráðaneyti, og gekk Zahle þá við
þrettánda mann úr vinstra endurbótaflokknum; stofnuðu
þeir nýjan flokk, sem þeir nefndu vinstriílokk þjóð-
þingsins (p'olketingets venstre) og varð Zahle formaður
hans. Hann var þá mjög andvígur stjórninni ogsjerstak-
lega lagðist hann á móti þeim breytingum á dómaskipun
landsins, sem stjórnin reyndi þá að koma á og lengi
höfðu verið á prjónunum; þótti honum kviðdómarnir eigi
nógu frjáls'ega skipaðir eftir lögum stjórnarinnar. Tá var
hann og eindregið á móti herlögunum, af því honum
þótti langt of miklu fje varið til herbúnaðar og taldi það
árangurslaust fyrir Danmörku ; landið gæti ekki varið sig,
ef í raunir ræki, og ætti því ekki að halda meiri her, en
nauðsyn krefði til þess að halda uppi lögreglu og til þess
að satina hlutleysi ríkisins, ef á það væri ráðist. Pá er
Holstein greifi fór frá völdum, gat enginn þingflokkur
myndað svo ráðaneyti, að hann hefði meiri hluta, en með
því að Zahle hafði flutt vantraustsyfirlýsingu gegn honum,
var hann beðinn að mynda nýtt ráðaneyti og tók hann
það að sjer með stuðningi jafnaðarmannna. Hann hafði
þó alls ekki meira en 44 menn með sjer í fólksþinginu;
var hann því í minni hluta og gat litlu komið til vegar.
Enn hann byrjaði stjórn sína með því að afsala sjer
»Excellence«-titlinum og einkennisbúningi ráðgjafa; einnig
kvaðst hann eigi ætla sjer að útbýta krossum og titlum.
þá er hann hafði setið um hríð að völdum, lýsti hann
þvi yfir, að hann ætlaði ekki að koma hinum nýju rjett-
arfarslögum á nje landvarnarlögunum, ef hann gæti feng-
ið meiri hluta fólksþingsins með sjer til þess. Til þess
að reyna það, rauf hann fólksþingið í maí 1910, en beið
ósigur við kosningarnar og lagði því niður völdin, en
Klaus Berntsen var þá 5. júlí 1910 ráðaneytisforseti
og var það í 3 ár. Zahle tók þá aftur við flokksstjórn