Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 134
»34
T’rír Danir
og 7. maí árið eftir varð hann hjeraðsfógeti á Mön og
borgmeistari í Stege.
Á næstu árum var endurskoðun stjórnarskrár Dana
merkasta málið á dagskrá, og ienti þá í apríl 1913 í
harðneskju milli ráðaneytisins og hægrimanna. Pá um
vorið voru nýjar kosningar og fengu hinir stæku vinstri-
menn (de radikale), — en svo eru flokksmenn Zahles
líka nefndir, —- og jafnaðarmennirnir meiri hluta í þing-
inu (63 menn). Zahle varð þá aftur ráðaneytisforseti 21.
júní 1913, og hefur síðan setið að völdum; er sú tíð orð-
in lengri en nokkurs annars ráðaneytisforseta Dana síðan
þeir fengu frjálsa stjórnarskipun 1849, að undanteknum
Estrup einum, er sat að völdum á móti vilja þjóðþings-
ins og stjórnaði með bráðabirgðarfjárlögum.
Árið eftir hófst heimsófriðurinn og á þeim miklu
vandræðaárum, sem síðan hafa verið, hefur Zahle og
ráðaneytið, sem hann er forseti fyrir, og ríkisþingið borið
hamingju til þess að forða landinu undan öllum stórvand-
ræðum. Er það skjótast af að segja, að enginn ráða-
neytisforseti hjer í álfu nje í hinum gamla heimi hefur á
þessum tímum verið eins hamingjudrjúgur og hann. Lík-
lega hefur engum dönskum ráðaneytisforseta tekist betur
á vandræðatímum síðan á 18. öld, er hinn mikli stjórn-
vitringur Dana, Andreas Peter Bernstorff, sat að
völdum (d. 1797).
Á þessum árum hefur ráðaneytið Zahle og komið á
miklum endurbótum, en mest starf hefur þó gengið til
þess að verja landið þeim vandræðum, sem af stríðinu
hafa staðið, og sjá fyrir öllu því, sem þjóðin hefur þarfn-
ast. Hefur það tekist svo vel, bæði fyrir landsstjórninni
og ríkisþinginu, að Danir hafa jafnan getað hjálpað öðr-
um þjóðum mjög mikið, einkum öllum Norðurlandaþjóð-
um að Finnlandi meðtöldu. Samningar við stórveldin
hafa tekist betur fyrir þeim en öðrum þjóðum, og á síð-