Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 135
C. Th. Zahle
>35
ustu árum hafa þeir rjett stórveldunum drjúgum hjálpar-
hönd, bæði með því að taka særða menn og hjúkra þeim,
og eins nú með því að hjálpa föngum og flytja þá heim
til átthaganna; hafa þeir þegar flutt 60000 manna. Hefur
vegur og vinsældir Dana vaxið mjög við þetta meðal
stórveldanna.
Auk þessa hefur Zahle ráðaneytið borið hamingju til
þess að leiða til lykta nokkur stór mál og mjög þýðing-
armikil Má þar fyrst nefna endurskoðun á stjórnar-
skrá Dana frá 1866; var hún staðfest 5. júní 1915,
sama dag sem hin upphaflegu grundvallarlög Dana voru
staðfest 1849. Hin nýja stjórnarskrá afnemur einkarjett-
indi landsþingsins og hinna efnuðustu kjósenda, eykur
mjög frelsi almennings og er eflaust mikil rjettarbót
Einnig hefur Zahle endurbætt hin nýju lög um rjettarfar
landsins, og eiga þau að koma til framkvæmda nú í ár.
Verða þá kviðdómar upp teknir og málaflutningur munn-
legur.
Pá hefur og stjórnin leyst úr einu máli, sem orðið
var að miklu deilumáli með Dönum, svo að horfði til
vandræða. En það var sala þriggja hinna vesturindversku
eyja, Skt. Croix, Skt. Jan og Skt. Thomas; höfðu Danir
keypt Skt. Croix af Frökkum 1733, en kastað eign sinni
áður á hinar báðar og voru þær þá óbygðar. Hægri-
menn höfðu áður viljað selja eyjar þessar, en snerust nú
á móti því, og ýmsum öðrum þótti eigi hæfa að selja
þær; riðlaðist þá öll flokkaskipun. En Ameríkumenn
vildu nú eignast eyjarnar og gerðu boð í þær; varð þá
ráðaneytið að taka málið til íhugunar, og hefði orðið
erfitt fyrir Dani að halda þeim, úr því að Bandaríkjunum
ljek hugur á þeim og flestir eyjaskeggjar vildu þá samein-
ast þeim, þótt þeir sjái nú mjög eftir því.
Innanlands endurbótum hefur ráðaneytið komið á