Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 136
136
Prír Danir
ýmsum, og má þar sjerstaklega nefna vátryggingu verka-
manna.
Zahle hetur veriö ötull talsmaöur frelsis og rjettinda
almenningi til handa. Pað fór því vel á því að maður
sem hann skyldi vera ráðaneytisforseti, þá er ísland
fekk frelsi og fullveldi.
Á sambandsmálið í fyrra og ræðu Zahles þá í ríkis-
þinginu hefur áður verið minst í Ársritinu. Nú lagði hann
sambandslögin fyrir ríkisþingið 13. nóvember, er frjettir
voru komnar af atkvæðagreiðslunni á Islandi. Hann hjelt
þá langa og skörulega ræðu um málið, rakti sögu þess
og skýrði efni sambandslaganna1). Síðar talaði hann alls
10 sinnum í þessu máli í ríkisþinginu; hjelt hann því fram,
bæði í fólksþinginu og landsþinginu, að íslendingar ættu
sjálfir rjett til að ákveða, hvort þeir vildu vera frjálst og
fullvalda ríki eða eigi. Hann fagnaði því að sambands-
lögin yrðu nú samþykt, og kvaðst hyggja, að þau mundu
reynast vel og verða góður grundvöllur í framtíðinni fyrir
báðar þjóðirnar; sambúð þeirra og samlyndi mundi verða
gott, er báðar hetðu þær fult frelsi.
Margir íslendingar munu óska að spár þessar rætist.
Nú á Zahle og ráðaneytið og ríkisþingið fyrir hönd-
um að greiða úr því máli, sem er hjartfólgnast öllum
stjórnmálaflokkum í Danmörku. Það er endursameining
Suður-Jótlands við Danmörku. Vjer vonum að það megi
takast sem best.
Anthonius Krieg'ep, einkaritari konungs og kammer-
herra, er fæddur 11. júlí 1858 í Silkeborg á Jótlandi.
Hann er af góðu bergi brotinn í báðar ættir. Föðurætt
hans er hin nafnkunna Kriegersætt; af henni var Lorens
Angel Krieger, sem var stiftamtmaður á íslandi 1829—
*) Morgunblaðið hefur 24. nóvbr. flutt dálítinn útdrátt úr ræðu
þessari, en því miður er þar skýrt algjörlega skakt frá því, sem Zahle
sagði um dansk-íslensku nefndina.