Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 137
1836. Faðir A. Kriegers, Cornelius Krieger, var á
efri árum sínum yfirhershöfðingi, generalmajór, og kammer-
herra að nafnbót. Kona hans og móðir A. Kriegers hjet
Johanne Krieger, fædd Drewsen, og voru margir
merkir menn í þeirri ætt á 19. öld.
Æfistarf Kriegers hefur verið allólíkt starfi þeirra
Christensens og Zahles. Hann hefur eigi verið þingmaður
nje tálað á pólitískum fundum, heldur unnið í kyrþey inn-
an fjögra veggja, og búið mörg mál uppí hendur á ráð-
gjöfum og konungi og í raun og veru ráðið mörgum
málum til lykta. Verk slíkra manna verða fæstum kunn-
ug fyr en löngu síðar, þá er menn taka að rannsaka skjöl
þau, er þeir hafa samið, ef þá einhver verður til að gera
það. Af störfum þeirra fara sjaldan miklar sögur, en
þau eru eigi þýðingarminni fyrir það.
Krieger hefur að bæn manna ritað nokkrar bernsku-
minningar frá heimili foreldra sinna, og eru þær prentað-
ar í bók, sem heitir »Mit Hjem« og Nationaltíðindi gáfu
út 1913. Par getur hann þess, að foreldrar sínir hafi
fyrir sitt minni flutt frá Silkeborg til Kaupmannahaínar.
Faðir hans var þá majór í hernum og varð yfirforingi líf-
varðar konungs. Hann bjó þá í herbúðum lífvarðarins
í Nörrevoldgötu, milli hennar og heræfingavallarins í
Rósinborgargarði. Pá voru víggarðar miklir kringum alla
Kaupmannahöfn, og fyrir utan þá breiðar grafir og djúp-
ar, fullar af vatni; eru enn dálitlir stubbar af görðunum í
»Östre Anlæg« og á Kristjánshöfn, en kastalagrafir eru
enn bæði þar og í H. C. Örsteds Park og í Tivoli.
Víggarðarnir lágu að utanverðu við Vestervoldgötu,
Nörrevoldgötu og Östervoldgötu, er Jón Sigurðsson bjó
í (nr. 8). Kvöldið fyrir kóngsbænadag fóru allir Hafnar-
búar, sem að heiman áttu gengt, uppá garðana til þess
að fagna sumrinu og gengu þar um kveldið kringum
borgina. Par var breiður vegur og trje til beggja handa,