Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 139
A. Krieger
■39
sínum um ófriðinn; festust endurminningarnar um alt þetta
í huga sonar þeirra.
í uppvexti kyntist Krieger mörgum mönnum, sem
unnu herþjónustu í lífverðinum, því að faðir hans bjó í
herbúðunum og var yfirforingi lífvarðarins til 1874.
Drengnum þótti snemma gaman að koma í hesthúsið og
að koma á hestbak eins og sveinum er títt á íslandi;
fekk hann oft að ríða þar á heræfingavellinum. En faðir
hans gætti þess, að hann vanrækti aldrei skólanám eða
störf sín, og varð hann stúdent mcð besta vitnisburði
tæplega 17 ára (1875). I fyrstu var hann óráðinn, hvaða
námsgrein hann skyldi stunda, og hugur hans hneigðist
að fögrum listum. Árið eftir afrjeð hann í samráði við
föður sinn að stunda lögfræði og tók embættispróf 1880
með besta vitnisburði. Síðan leysti hann herþjónustu af
hendi og var í lífverðinum eins og allir þeir menn, sem
eru miklir vexti. Hann tók þá herforingjapróf og varð
liðsforingi (lötjnant) í lífverðinum. 1883 varð hann að-
stoðarmaður í innanríkisráðaneytinu og 1894—95 var hann
settur stiftamlmaður í Árósum. 1895 varð hann fullvald-
ur í innanríkisráðaneytinu og 1898 forstöðumaður (de-
partementschef) fyrir 1. stjórnardeild þess. Hann gegndi
því embætti þangað til að Friðrik konungur 8. bauð hon-
um kabinetsekreteraembættið eftir fráfall kabinetsekretera
Rosenstands 29. janúar 1910. Árið eftir varð hann líka
» ordenssekreteri«.
Eins og mörgum þeim mun kunnugt, sem skipaðir
voru í skrifstofum ráðaneytanna í lok síðustu aldar, fekk
Krieger þar snemma mikið orð á sig sem ágætur og
fjölhæfur embættismaður, og það svo, að varla þótti hann
eiga þar sinn líka, þegar á alt var litið; er þar þó við
marga mæta menn að jafna. Sem dæmi uppá það, hve
gætinn og skarpskygn maður Krieger er, má geta þess,
að hann sá fyr en aðrir menn, að eigi mundi alt vera