Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Qupperneq 140
140 Þrír Danir
með feldu á ráðlagi Albertis. Hann aðvaraði þá Sigurd
Berg, er var innanríkisráðgjafi, og vildi að hann ljeti
rannsaka ráðsmensku Albertis á sparisjóð sjálenskra
bænda, en hann fór þá eigi að ráði Kriegers. Petta kom
í ljós síðar fyrir ríkisrjetti.
En eins og Krieger er aðgætinn maður og skarp-
skygn, er hann og vandaður í öllu, rjettlátur og góð-
gjarn. Hann er hæglátur maður og ekki framur, en hann
býður af sjer svo mikinn og góðan þokka, að auðsætt er
hver maður hann er.
Islendingar hafa oft notið góðs af góðgirnd Kriegers,
þótt fæstum þeirra sje það kunnugt. Pá er hann var í
innanríkisráðaneytinu rjetti hann ungum íslendingum, sem
gengu á tekniska skólann, hjálparhönd með því að veita
þeim styrk; má vera að hann hafi orðið fyrstur til þess
í innanríkisráðaneytinu að greiða fyrir þeim á þann hátt,
þó mjer sje eigi fullkunnugt um það. Síðan Krieger
varð kabinetsekreteri, hefur hann samkvæmt stöðu sinni
orðið að eiga allmikið við íslands mál, og er óhætt að
segja, að tæplega hefur nokkur útlendur maður — og fáir
Islendingar — skilið stjórnfrelsismál íslands svo fljótt og
til fullnustu sem hann. Útlendingum hefur veitt erfitt að
skilja stjórnmál vor, en það reyndist eigi svo með Krieger,
Enn þá er eigi hægt að segja með vissu, hve mikið Is-
land á honum að þakka, en þeir Islendingar, sem hafa
talað við hann um stjórnmál vor, hafa allir fundið hve
vel hann hefur skilið þau.
Krieger er formaður fyrir sex stofnunum og fjelög-
um og auk þess í stjórn átta annara, og sýnir það, hví-
líkt álit og traust hann hefur. En flest af þessum fjelög-
um og stofnunum eru hjálpar- og líknarstofnanir. Hann
er t. a. m. formaður framkvæmdarnefndar þeirrar, sem
annast alt það, er snertir barnahjálpardaginn. Hann er
formaður fyrir stofnun Julius Skrikes, og fyrir fjelagi, sem