Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 142
142
Landmælingadeild herforingjaráðsins
Landmælingamenn herforingjaráðsins komu fyrst til
íslands sumarið 1900 og tóku þá að vinna að undirbún-
ingi landmælinganna. feir ákváðu þá nákvæmlega legu
Reykjavíkur á jarðarhnettinum og Akureyrar, og mældu
þá Reykjavík og nágrennið þar í kring. Hinn fyrsti upp-
dráttur af íslandi, sem kom á prent eftir þá, var af
Reykjavík, og var hann gefinn út 1902. ÍVí næst kom
út annar uppdráttur eftir þá af nágrenni Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar, og hinn þriðji af Hafnarfirði.
Eftir hinn nauðsynlega undirbúning komu landmæl-
ingamennirnir aftur til íslands sumarið 1902 og tóku þá
að mæla alt landið ettir ákveðinni áætlun og að gera upp-
drætti af því. Peir byrjuðu þá austur við Horn milli
Hornafjarðar og Lóns, eða nánar ákveðið, á milli Skarðs-
fjarðar og Papafjarðar. Hjeldu þeir þaðan vestur suður-
strönd landsins. Mældu þeir alla suðurrönd Vatnajökuls
og urðu þá að klöngrast uppá Öræfajökul og um alla
suðurbrún Vatnajökuls. Fengu menn þá í fyrsta sinni nð
vita með vissu, hve Öræfajökull er hár og öll suðurbrún
Vatnajökuls; reyndist Öræfajökull töluvert hærri en áður
hafði verið talið (6241 fet) og var hæsti hnúkurinn,
Hvannadalshnúkurinn, 2119 metrar á hæð eða 6754 fet.
Pað var erfitt að fara um jökulinn og jökulbrúnirnar með
öll mælingarverkfæri, en verra þótti þó mælingarmönn-
unum að mæla Skeiðarársand. Ear urðu þeir að vaða í
vatni, leðju og sandbleytu og standa í því stundum upp í
mitti eða undir hendur að landmælingunum; þar er vatns-
rensli mjög víða um allan sandinn og vatnslón niður við
sjó, en þar eru svo miklar grynningar að ófært er þar
bátum, og bleytan svo mikil að hestum varð eigi við
komið. Urðu landmælingamennirnir að vaða þar um meö
verkfæri sín og var þetta hið versta verk. Hafa þeir
unnið svo mikið þrekvirki á mælingaferðum sínum um
Skaftafellssýslu, að þess verður lengi minst.