Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 144
144
Landmælingadelld herforingjaráðsins
Húnavatnssýslu 1914. Á þeim eru strikin miklu fleiri.
Alls voru landmælingamennirnir þá búnir aö gera upp-
drætti af 36000 □ km., og er það rúmlega þriðjungur af
öllu landinu, og eigi er eftir af bygðum landsins nema
rúmur þriðjungur; er líklegt að öllum bygðum landsins
hefði nú verið lokið, ef ófriðurinn hefði eigi hindrað störf
þeirra. Uppdrættirnir eru 119 blöð, og kostar hvert blað
eina krónu. En auk þessa hefur herforingjaráðið gefið
út sex sjeruppdrætti; eru tveir þeirra af Vestmannaeyjum,
báðir á einu blaði, og einn af Pingvöllum, en þrír eru
þegar nefndir.
Áður en landið er mælt til uppdráttar, verður að
gera þríhyrningamál af því, setja upp stengur áhæstu
fjallshnúka og hlaða undir þær vörður, til þess að hafa
nákvæma ákveðna púnkta að miða við. Landmælinga-
mennirnir verða að klifrast upp á alla fjallstinda, sem
nokkuð kveður að, og bera þangað upp stengur og önn-
ur áhöld sín; er það oft mjög erfitt, og einstaka tindar
eru svo mjóir og hvassir, að ilt er að festa þar fætur og
vera að vinnu þar uppi. Ein deild af landmælingamönn-
unum hefur undir forustu kapteins P. F. Jensens farið
um landið á undan öðrum landmælingamönnum til þess
að vinna þetta verk, og var því lokið um alla Húnavatns-
sýslu og Skagafjörð; voru þeir komnir í fjalllendið milli
Skagafjarðar og Eyjafjarðar, þá er ófriðurinn hófst.
Uppdrættir herforingjaráðsins eru steinprentaðir. Peir
eru svo prýðilega úr garði gerðir, að þeir eru einhverjir
hinir fegurstu og nákvæmustu landsuppdrættir, sem eru til,
og miklu betri og nákvæmari en nokkrir aðrir uppdrættir af
nokkru landi, sem er jafnstrjálbygt sem ísland. Land-
mælingadeild herforingjaráðsins hefur líka hlotið mikið lof
fyrir þa í öðrum ríkjum, sjerstaklega í Berlín, Wien og
París. Margir vísindamenn hafa dáðst að þeim og talið
undur, að mögulegt háfi verið að gera þá svo góða.