Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 149
Uppdrættir íslands
149
spekisdeildin) eða bókmentafjelagið, fornleifafjelagið eða
þjóðmenjasafnið, eftir því sem menn telja best til fundið
og heppilegast. Líklegt er að úr miljónasjóðnum í
Reykjavík mætti fá það fje, sem þarf til þess að kaupa
uppdrætti fyrir til þessa fyrirtækis; það gæti aldrei orðið
svo mikið, því að ekki þyrfti nema fá eintök af uppdrátt-
unum til þessa. Á þennan hátt mætti fá fróðlegt safn
af staðanöfnum og mikilsvert, einkum þar sem jafnframt
fengist vissa um hvar hver staður væri. Á þennan hátt
varðveittust staðanöfn þau, sem nú eru til, og á slíku
staðanafnasafni mætti byggja almenna rannsókn á íslensk-
um staðanöfnum.
Ef svo ólíklega kann að fara, að engin stofnun á
íslandi vilji sinna þessu málefni, óskar Fræðafjelagið að
fá að vita það, því að þá vona jeg að það muni reyna
að hjálpa til framkvæmda á þessu.
Pá er ný útgáfa verður prentuð af uppdráttunum, mundi
safn þetta og koma að góðum notum, því að þá mætti
prenta miklu fleiri nöfn á þá, en gert hefur verið. Gætu
landsmenn á þennan hátt stutt að því, að íslands upp-
drættirnir yrðu enn fróðlegri og fullkomnari en þeir eru
nú. Pá er herforingjaráðið í fyrra prentaði fyrir Fræða-
fjelagið sjeruppdráttinn af Vestmannaeyjum, bauð það að
bæta nöfnum við og gera breytingar á honum, og var þá
bætt viö á hann tveimur eða þremur nöfnum að tillögu
Gísla Brynjólfssonar læknis. Slík vísindastofnun sem
landmælingadeild herforingjaráðsins vill gera alla upp-
drætti sfna svo góða og fullkomna sem hægt er.
Uppdrættir þessir af Islandi eru svo fagrir að það er
hýbýlaprýði að þeim, að láta þá hanga á vegg í húsum
sínum. Á Islandi má víða sjá myndir hanga á veggjum,
sem eru hvorki svo fagrar nje fróðlegar sem þeir, enda
þótt þær sjeu eigi svo ljótar og illa gerðar sem hinar
prentuðu litmyndir, sem margir hafa á síðasta mannsaldri