Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 150
Landmælingadeild herforingjaráðsins
150
keypt í kaupstaðnum, í »krambúðum«, til þess að hengja
upp í herbergi sín, því að þeim get jeg á engan hátt
jafnað við uppdrættina. En það hefur eigi litla þýðingu
fyrir fegurðartilfinningu manna og hugsunarhátt, einkum á
uppvaxtarárunum, að hafa fagrar og fræðandi myndir í
hýbýlum sínum.
Mörgum mönnum þykir gaman að eiga myndir af
vinum sínum og vandamönnum, eða af merkum mönnum,
sem þeir hafa lesið um eða unna sökum verka þeirra; en
eins mun þeim þykja gaman að eiga mynd af jörð sinni
og sveit eða þeirri bygð, sem þeir hafa dvalið í á æsku-
árunum og tekið ástfóstri við. Þesskonar myndir geta
menn eignast af öllu Suður- og Vesturlandi og þeim
sveitum, sem uppdrættirnir eru af. En sjerstaklega ættu þó
öll bókasöfn og lestrarfjelög á íslandi að kaupa uppdrætti
þessa. Peir fást hjá Morten Hansen skólastjóra í Reykja-
vík. Einnig má kaupa þá hjá herforingjaráðinu, »General-
stabens topografiske Afdeling«, og í bókaverslun G. E.
C. Gads í Kaupmannahöfn.
Landmælingar herforingjaráðsins á íslandi (1900 og
1902—1914) hafa kostað samtals um 364000 kr. Af
þessu fje hefur úr landssjóði verið greitt alls 7150C kr.
eða hjer um bil fimti hluturinn; eru þar með taldar 16500
kr., sem landssjóður greiddi herforingjaráðinu til landmæl-
inga 1908 á landi því, sem járnbrautin fyrirhugaða á að
liggja um. Landsstjórnin bað þá um, að það svæði væri
mælt fyr en að því var kömið, og einnig var það mælt
nákvæmar en venjulega var gert; varð því að senda miklu
fleiri menn til landmælinganna það sumar en endrarnær.
Á fjárlögum íslands hafa annars verið veittar 5000
kr. á ári til landmælinganna, en í fjárlögum Dana voru
veittar 10000 kr. á ári í 24. gr., íslandsgreininni (þ. e,
þar sem stóð fje til íslands og fyrirtækja, er ísland
snertu); en auk þess gekk 10 til 15 þúsundir kr. á ári,