Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 151
Uppdrættir Islands
5
þó eigi venjulega nema um 10000 kr., til landmælinganna
af fje því, sem herforingjaráðinu var veitt til landmæl-
inga innanlands og til landkortagerðar. Uppdrættirnir hafa
því kostað að meðaltali 26000 kr. á ári, ef sumarið 1900
er talið með.
Nú er margt orðið miklu dýrara en var fyrir ófrið-
inn, ekki síst allar vistir og hestar. Má telja víst, að ár-
legur kostnaður verði 30000—40000 kr., ef mælingarnar
verða teknar upp aftur, eins og vonandi er, því að verk-
ið :er svo nauðsynlegt fyrir ísland og merkilegt, eins og
margir landsmenn sjá. í blaði einu af Frjettum, 29. júlí
1918, er ofurlítil grein um landmælingarnar, og gert ráð
fyrir því sem sjálfsögðu að þeim verði haldið áfram, og
að stjórn íslands geri ráðstafanir til þess. þar er og ráð-
gert að Island beri allan kostnaðinn við þær framvegis,
og sýnir það, að sá maður, sem hefur ritað grein þessa,
kann að meta verk þetta. ?að væri og vel til fallið, og
í raun og veru rjett að ísland kostaði landmælingarnar
að öllu leyti, af því að það er sjálfstætt ríki, og Dönum
er »ekki skylt að láta mæla upp landið«, eins og greinar-
höfundurinn segir, en fjárhagur íslands er eigi svo góður
að það geti þetta vel. Jeg hygg og, að Danir muni reyn-
ast reiðubúnir til þess að halda þessu verki áfram, sem
þeir hafa hafið svo vel, og að rjetta þar íslendingum
hjálparhönd, þótt þeir hafi enn ekkert ákvæði tekið um
landmælingarnar eftirleiðis, og að þeir muni eigi ófúsir til
þess að kosta þær að hálfu eða rúmlega það. Ef að
veittar verða til þeirra 10000 kr. á ári úr landssjóði, og
ef Island, eða hlutaðeigandi hjeruð legðu til hesta og svo
sem þrjá fylgdarmenn eða hestamenn gegn nokkrum styrk
úr landssjóði, mundi það sæmilegt tillag af íslands hálfu
og sennilega þykja nóg.
En þá er að íhuga, hve mörg ár það mundi taka að
ljúka við landmælingarnar. Pað er eigi hægt að segja