Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Qupperneq 152
52
Landmælingadeild herforingjaráðsins
það fyrirfram með fullri vissu fremur en um önnur stór-
virki. En maður, sem er öllu þessu verki mjög kunnug-
ur, hefur sagt við mig, að það muni óhætt að telja
víst, að það, sem eftir er, muni eigi taka lengri tíma en
gengið hefur til þess sem búið er (þ. e. 13 ár); líklega
muni það taka skemri tíma, því að þær óbygðir landsins,
sem eigi eru mældar með bygðunum, verði eigi mældar
eins nákvæmlega eins og bygðirnar. Pess er eigi þörf.
Af óbygðum verður alt eftir ómælt í miðju landinu, þá
er öllum bygðunum er lokið, en það verður þó eigi nema
hjer um bil þriðjungur alls landsins, því að með bygðun-
um er mælt svo mikið af óbygðunum, sem gengur fram
á milli bygða, og t. a. m. allar óbygðir milli Vestfjarða
og Húnaflóa. Allar ómældar óbygðir i miðju landinu má
líklega mæla á þremur eða fjórum sumrum. Nú er og
alt það til, sem þarf ti! landmælinganna, og iandmælinga-
mennirnir sjálfir hafa fengið svo mikla æfingu í að mæla
íslenskt landslag og klöngrast um fjöll og firnindi, að það
getur gengið töluvert greiðar en áður.
Pá er og annað, sem gera má til þess að flýta fyrir
þessu verki, en það er að gera uppdrættina minni, en
þeir hafa verið hingað til. Island er svo strjálbygt að
það má gera án þess að nokkuð mein verði að, og alt
getur staðið á þeim, sem stendur á þeim uppdráttum,
sem út hafa verið gefnir. Þeir eru fjórðungsblöð,
sem svo eru nefnd á yfirlitsblaði herforingjaráðsins, og
eru með mælikvarðanum 1 :.5oooo (eða einn fimmtíu þús-
undasti hluti). Ef uppdrættirnir væru gerðir með mæli-
kvarðanum 1 : 100000 (einn hundrað þúsundasti hluti), þá
sparaðist mjög mikil vinna að því er teikningu og land-
kortagerð snertir, en mæling landsins yrði hjer um bil
jafnnákvæm eftir sem áður, og ynnist þar lítill tími. En
þessi breyting mundi þó flýta töluvert fyrir verkinu, og
er mjög líklegt, að því mundi þá lokið á svo sem átta