Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 153
Uppdrættir Islands
153
árum, að því er landmælingarnar snertir, og að uppdrætt-
irnir af öllu landinu yrðu þá komnir út eftir svo sem tíu
ár. Pað væri sannarlega mikilsvert. En þótt þessi að-
ferð yrði höfð, yrðu þeir staðir, þar sem þjettbýli er,
mældir nákvæmlega, og gefnir út sjeruppdrættir af þeim,
er þörf gerðist, svo sem af Akureyri.
Pað má því telja víst, ef landmælingarnar verða nú
teknar upp aftur þegar eftir óíriðinn, að þeim verði lokið
og uppdrættirnir komnir út af öllu landinu, þá er þúsund
ára afmæli alþingis verður haldið 1930.
Á yfirlitsmynd þeirri, sem hjer er prentuð af íslandi,
er því skift í einlæga ferhyrninga. Ferhyrningarnir milli
hinna svörtu eða samanhangandi lína eru merktir með
tölustöfum, ef eitthvert land er á þeim. þessir ferhyrn-
ingar sýna, hve mikið svæði kæmi á hvert blað, ef upp-
drættirnir eru gerðir með mælikvarðanum 1 : 100000, og
eru þau blöð nefnd atlasblöð á yfirlitsblaði herforingja-
ráðsins. Alls eru þessir ferhyrningar 92 og yrðu því
uppdrættirnir svo margir af öllu landinu, ef 1 : 100000 mæli-
kvarðinn er notaður. En á myndinni hjer að framast sjest
líka, að öllum þessum ferhyrningum er aftur skift með
brotlínum í fjóra ferhyrninga, og sýna þeir hve mikið
land fjórðungsblöðin ná yfir. Ef haldið yrði áfram að
gera uppdrætti af íslandi á fjórðungsblöðum, yrðu þau
um 300 alls af öllu landinu, en ekki (4X92 =) 368, sök-
um þess að burtu falla mörg fjórðungsblöð við strendur
landsins, sem ekkert land er á. Til afnota eru atlasblöð-
in oftast nær handhægri en fjórðungsblöðin, því að á
þeim er svo lítið land; þó verða þau hagkvæmari en
atlasblöðin, ef mörgum staðanöfnum er safnað, sem bæta
skyldi á uppdrættina, því að á þeim er meira rúm autt
en á atlasblöðunum.
Herforingjaráðið hefur nú byrjað að gera atlasblöð
úr fjórðungsblöðum af Suðurlandi, og hefur reyndin sýnt,