Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 154
54
Landmælingadeild herforingjaráðsins
að öll nöfn komast á þau og að þau hafa hvérgi orðið
of þjett, svo að hægt hefur verið að rita þau mjog
greinilega.
Að lokum skulu hjer nefndir þeir menn, sem hafa
mestu ráðið um landmælingar herforingjaráðsins á íslandi
og haft yfirstjórn þeirra á hendi. í*að eru aðallega tveir
hinir síðustu yfirmenn landmælingadeildar herforingjaráðs-
ins, yfirforingjarnir 'Eiler Christjan Rasmussen og
Mads Jensen Sand, en þó verður og að geta manns
þess, er var fyrir landmælingadeildinni á undan þeim.
Pað var generalmajór Abraham Louis le Maire (fram-
ber: lö mer) (f. 1836, d. 1913). Hann var lengstum í
landmælingadeildinni frá 1861 til 1901 og yfirmaður
hennar í 19 ár (1882—1901). Hann endurbætti mjög land-
kortagerðina og ljet gera ágæta og mjög nákvæma upp-
drætti yfir Danmörku, sem eru mjög frægir. í hans tíð
tók landmælingadeild herforingjaraðsins að mæla Færeyj-
ar og var það gert á árunum 1895—1899, og af þeim
gerðir mjög nákvæmir uppdrættir á 74 blöðum, og síðan
annar á tveimur tnjög stórum blöðum (og kostar hann
að eins 2 kr.).
Á þessum árum tóku danskir sjóliðsforingjar og mæl-
ingamenn að kanna mjög nákvæmlega dýpt hafsins við
Færeyjar og ísland, og að mæla sjávarbotninn frá land-
steinunum og út á 200 metra dýpi. Var það venjulega
50—60 sjómílur frá landi. Jafnframt þessu mældu þeir
nákvæmlega 68 firði, háfnir og skipalegur á íslandi.
Fessar sjómælingar voru gerðar á árunum 1898 til 1909,
og kostuðu þær um 50000 kr. á ári, eða yfir hálfa miljón
kr. samtals. Ríkissjóður Dana hefur borið allan kostnað
við þær, og sjókortasafnið (Det kongelige sökortarkiv)
hefur gefið út fjöldann allan af uppdráttum yfir sævar-
botninn í fjörðum íslands og við strendur þess; eru mörg