Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 155
Uppdrættir íslands
•55
af sjókortum þessum sjeruppdrættir af höfnum og fjörð-
um og sum eru fiskiveiðakort.
En þá er sjóliðsforingjarnir tóku að mæla nákvæm-
lega sjóinn við suðurstrendur íslands, urðu þeir skjótt
þess varir, að suðurstrendur landsins voru eigi nógu ná-
kvæmlega mældar, allra síst í Skaftafellssýslu, til þess
þeir gætu bygt mælingar sínar á þeim, því að nú gera
menn kröfur til svo mikillar nákvæmni. Þeir kvörtuðu
undan þessu og óskuðu, að landmælingadeild herforingja-
ráðsins mældi nákvæmlega suðurströnd íslands, einkum í
Skaftafellssýslu. Foringi landmælingadeildarinnar le Maire
var í fyrstu ófús á að fara að mæla ísland, sem eigi var
óeðlilegt, af því að það fyrirtæki væri svo stórt, en þetta
varð þó aðalástæðan til þess, að það var af ráðið í hans
tíð, að herforingjaráðið sendi menn til Islands til þess að
ákveða nákvæmlega hnattstöðu Reykjavíkur og Akureyr-
ar, svo að til væru nákvæmlega og áreiðanlega ákveðnir
staðir á íslandi til þess að miða við, og jafnframt til að
íhuga alt þetta mál. í*á er betur var að gætt, var engin
fullkomin vissa fyrir því, að nokkur staður á Islandi væri
áreiðanlega og með fullri vissu ákveðinn á hnettinum.
Hugsun le Maires mun þó varla hafa verið að mæla alt
landið, heldur suðurströnd þess, að minsta kosti í Skafta-
fellssýsiu. En hann var líka orðinn aldraður maður, og
rjett á eftir, í janúar 1901, tók E. Chr. Rasmussen við
yfirstjórn landmælingadeildar herforingjaráðsins.
Rasmussen var jótskur kotbóndason og fæddur 16.
janúar 1849, en andaðist 4. nóvember 1910 og var þá
yfirhershöfðingi (general). Hann varð undirliðsforingi
(sekondlöjtnant) 1872 og þokaðist upp stig af stigi, uns
hann varð general 1906, og tveim árum síðar líka formað-
ur í yfirherdóminum, sem þá var settur á stofn. Rasmus-
sen var orðlagður dugnaðarmaður, einstaklega gáfaður og
manna ágætastur í stærðfræði. Hann var skipaður í land-