Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 156
56
Landmælingadeild herforingjaráðsins.
mælingadeild herforingjaráösins 1882 og var yfirmaður
hennar 1901—-1907. í 22 ár (1885 —1907) tók hann og
þátt í dönskum gráðumælingum. Hann gerði miklar endur-
bætur á uppdráttagerð herforingjaráðsins, svo að upp-
drættir þess eru nú einhverjir hinir allra bestu og fegurstu,
sem til eru, og því víðfrægir. Hans verk varð það nú að gera
áætlun um og ákveða, hvernig Island skyldi mæla, og
fór hann til íslands á fyrsta ári landmælinganna (1902). Hann
ljet gera nákvæman uppdrátt áf hverju túni, til þess að
bændum gæti orðið það að liði við jarðabætur; hef jeg
skýrt nokkuð frá uppdráttum þessum áður í grein uin
landmælingar herforingjaráðsins, sem prentuð er í Lög-
rjettu 4. sept. 1907, og skal því eigi fjölyrða hjer um þá,
en vísa til hennar. Fimm fyrstu árin (11,02—1906) voru
öll tún mæld mjög nákvæmlega, og seinkaði það land-
mælingunum mjög á þeim árum. Síðan var því hætt, af
því að enginn bóndi notaði uppdrætti þessa.
M. J. Sand, sem nú er »oberst« í hernum og yfir-
maður landmælingadeildar herforingjaráðsins, er fæddur
13. septbr. 1856 í Gram á Suður-Jótlandi, og var faðir
hans þar skógarfógeti. Sand varð undirliðsforingi 1878
og liðsforingi 1883. Henn hefur síðan 1888 verið einn
af þeim sem vinna að gráðumælingunum. 1890 var hann
skipaður í herforingjaráðið; steig hann síðan stig af stigi
og varð yfirmaður landmælingadeildarinnar 1907 eftir
Rasmussen, og »oberst« varð hann 1909. Á árunum
1899—1908 var hann og kennari í landmælingum við
liðsforingjaskólann. Hann hjelt landmælingunum áfram af
miklu kappi þangað til heimsófriðurinn hófst. 1914 fór
hann til íslands að líta eftir þeim. Gekk hann á land í
Eyjafirði og reið þaðan vestur til mælingamannanna og
til Stykkishólms. Paðan fór hann til Reykjavíkur og
síðan utan.
Oberst Sand er fræðimaður mikill í sínum vísinda-