Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 158
Jón Þórðarson Thoroddsen
Smágreinar.
Jón fórdarson Thoroddsen 1819—1919. Hinn 5.
oktober 1919 eru hundrað ár liðin frá fæðingu þjóðskáldsins
Jóns Þórðarsonar Thoroddsen. Allir þekkja ■>Pilt og stúlku«,
margir »Mann og konu« og flestir einhver af hinum gullfall-
egu kvæðum hans, að minsta kosti »Ó, fögur er vor fóstur-
jörð«, »Vorið er komið og grundirnar gróa«, »Ur þeli þráð
að spinnax o. s. frv. Bókmentafjelagið ljet prenta kvæðabók
Jóns Thoroddsens 1871, hún er nú uppseld fyrir 30 til 40
árum og hefur ekki verið endurprentuð síðan. Jón Sigurðs-
Son forseti samdi æfiágrip Jóns Thoroddsens og ljet prenta
það framan við fyrstu útgáfuna af »Manni og konu«, sem út
kom 1876 og er líka upp seld fyrir langa löngu. í’essi æfi-
saga hefur heldur ekki verið endurprentuð, og er því í mjög
fárra manna höndum. Nú á aldarafmælinu þykir oss því
hlýða að setja hjer stutt ágrip af æfi skáldsins, sem að mestu
leyti er tekið eftir æfisögu þeirri, er Jón Sigurðsson samdi, en
þó með fáeinum viðaukum. Þó almenningur þekki nokkuð
til rita Jóns Thoroddsens, þá munu æfiatriði hans fáum kunn-
ug af hinni yngri kynslóð, og því ekki vanþörf á, að þeirra
sje getið að nokkru nú á 100 ára afmælinu. Um bókmenta-
gildi og skáldlegt gildi rita hans og kvæða ætlum vjer ekki
að tala, enda er líklegt að einhver fagurfræðingurinn geri það.
[ón Póróarson Thoroddsen var fæddur á Reykhólum 5.
október 1819, hann var eins og Jón Sigurðsson bendir á að
langfeðgatali kominn af hinum fornu Reykhólahöfðingjum, þó
ekki hefðu ættmenn hans setið á Reykhólum hinar síðustu
aldir. Foreldrar hans voru f'óróur Póroddsson (1779—1846)
bóndi á Reykhólum og I'órey Gunnlaugsdóttir (1788 —1863).
Faðir Þórðar á Reykhólum var Þóroddur Þóroddsson borgari
á Vatneyri (1742 —1798), en móðir hans Bergljót Einarsdóttir
systir Bjarna sýslumanns í Barðastrandasýslu, sem var afi Her-
dísar Benediktsen í Flatey og þeirra systkina. sBergljót var
kvennskörungur mikill og merkiskona« segir Jón Sigurðsson.
Þóroddur á Vatneyri hafði lært beykisiðn í ungdæmi, en
fekkst lítið við þá atvinnu, en hann hafði verslun nokkra og
sjáfarúthald, var dugnaðarmaður og aflamaður og varð vel
efnaður. I’óroddur og Bergljót áttu saman 14 börn og kom-
ust ellefu þeirra til fullorðinsára, 8 synir og 3 dætur. Er af
þeim komið margt manna bæði vestanlands og i Danmörku.