Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Qupperneq 162
62
Jón Þórðarson Thoroddsen
borið á sandi skarðan skjöld,
skotið grandi hjálma.
En Jón Thoroddsen kvað:
Þá í geira gný jeg var
Grímur sat í holu,
hnipraði sig hetjan þar
og horfði undan golu.
Veturinn 1848—49 sat Jón Thoroddsen í Kaupmanna-
höfn og gaf sig nú allan við skáldskap, þá samdi hann Pilt
og stúlku, sem þó var ekki prentuð fyr en ári síðar (1850);
þá gaf hann líka út kvæðasafnið »Snót« með Gísla Magnús-
syni. Engin íslensk skáldsaga hefur farið jafnvíða um lönd
eins og Piltur og stúlka og verið þýdd á jafnmörg mál. Á
dönsku eru til tvær þýðingar eftir Lefolii og Kálund, á þýsku
þýðing eftir Poestion í þrem eða fleiri útgáfum, tvær enskar
þýðingar eftir C. Chrest og Arthur M. Reeves og auk þess hefur
sögunni verið snúið á nýnorsku, hollensku og ítölsku og ef til vill
á fleiri mál. Piltur og stúlka er nú orðið »klassiskt« rit bæði
vegna efnis, máls og orðfæris; engin íslensk skáldsaga hefur
enn í dag náð jafnmikilli alþýðuhyili, persónurnar eru orðnar
þjóðareign, hvert mannsbarn þekkir Bárð á Búrfelli, Gróu á
Leiti o. s. frv. Þeir útlendingar sem læra nýíslensku nota
því nær allir Pilt og stúlku sem lestrar- og námsbók, og Piltur
og stúlka og Maður og kona munu um aldur og æfi hafa
sögulegt gildi vegna lýsinga á íslensku sveitalífi, áður en það
fór að breytast.1)
Þegar Jón hafðilokið þessum ritstörfum, fór hann heim
til Islands um vorið 1850. Barðastrandarsýsla var þá laus og
fekk Páll Melsteð amtmaður Jón Thoroddsen til þess að
stjórna sýslunni og settist hann að í Flatey, hann ætlaði þá
að láta kjósa sig á þjóðfundinn fyrir Barðastrandarsýslu, en
það fórst fyrir vegna sjerstakra atvika. í Flatey og víðar á
Breiðafirði voru þá margir gáfaðir og fróðir menn, og undi
Jón þar vel hag sínum, en .til þess að fá sýsluna, varð hann
’) Fegar hin danska þýðing af Pilt og stúlku kom út 1874, birti
einn fagurfraeðingur Dana ritdóm um bókina, talaði hlýlega um hana, en
komst að þeirri spaklegu niðurstöðu, að höf. hefði auðsjáanlega orðið
fyrir alt of miklum áhrifum af sveitasögum Björnstjerne Björnson’s, eink-
um »Synnöve Solbakken«, en bókfræðingnrinn gætti þess ekki, að Piltur
og stúlka var prentuð sjö árum áður en »Synnöve« og að Björnson var
óþroskaður, 16 ára skólapiltur, þegar Piltur og stúlka varð til. En hins-
vegar bendir þetta á. að frumstrengir alþýðusálarinnar í Noregi og á is-
landi hafa svipaðan hreim, sem hefur lík áhrif á næmar tilfinningar.