Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 163
Jón Í’órðarson Thoroddsen
163
að taka lagapróf, sem hingað til hafði dregist undan. Sigldi
hann svo til Kaupmannahafnar í febrúarmánuði 1853, settist
að laganámi og sótti 'pað svo fast, að hann tók próf í dönsk-
um lögum með bestu einkunn í janúarmánuði 1854. Hita-
sumarið 1853 sat Jón Thoroddsen altaf inni í Kaupmanna-
höfn við bækurnar og las með miklu kappi, þá var þó ekki
vistlegt í borginni, því fólk dó þá hrönnum úr kólerusótt,
þá dóu 4700 menn úr kóleru í Kaupmannahöfn og þá voru
íbúarnir aðeins 130 þúsundir.
Um vorið 1854 fekk Jón Thoroddsen veitingu fyrir
Frú Kristín og Jón Thoroddsen
Barðastrandarsýslu og kom heim til Breiðafjarðar seint í júlí,
en 29. ágúst gekk hann að eiga heitmey sína Kristínu Ólínu
Sivertsen, dóttur Þorvalds Sivertsens umboðsmanns í Hrappsey.
Frú Kristín var á unga aldri mikil fríðleikskona, gáfuð, hæg-
lát og blíðlynd, en þó höfðingleg og tíguleg í framgöngu,
enda atgerfiskona mikil til munns og handa, en hún átti mik-
inn hluta æfinnar að stríða við heilsuleysi; hún var fædd í
Hrappsey 24. júní 1833, dó í Reykjavík 27. nóv. 1879 a^‘
eins 46 ára gömul. Þau hjón áttu saman 8 börn, en af
þeim lifðu aðeins 4 synir: Þorvaldur, Þórður. Skúli og Sig-
urður. Veturinn 1854—1855 bjuggu þau hjón í Flatey, en
fluttu 29. júní 1855 að Haga á Barðaströnd og settu þar