Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Side 166
Jakob Jakobsen
166
faðir hans enn á lífi hátt á níræðisaldri; voru nánustu forfeð-
ur hans í báðar ættir dugnaðar- og iðjumenn miklir.
Það kom snemma í ljós, að Jakob var hneigður fyrir
bóknám, og var hann því sendur 1877 í Herlufsholms skóla
á Sjálandi. Þar var hann í sex ár og kom aldrei heim á
þeim árum, því að sumarleyfi var stutt og siglingar þá eigi
tíðar milli landa. Jakob útskrifaðist úr skóla 1883 og fór þá
til Færeyja, en þaðan aftur eftir mánaðardvöl í eyjunum til há-
skólans. Hann fekk þá Garð og kommunitetsstyrkinn, og
þegar skift var herbergjum á milli þeirra, sem fluttu síðast í
september inn á Garð, sagði Garðprófastur honum, að hann
ætti að búa með mjer á 4. gangi. Sambýlismaður minn hafði
um sumarið farið alfarinn til íslands, og hafði jeg eigi útveg-
að mjer neinn sambýlismann í hans stað. T’á er Jakobsen
kom inn til mín að segja mjer, að við ættum að búa saman,
sá jeg hann í fyrsta sinn. Hann var þá 19 ára og dálítið
hærri en meðalmaður, en grannvaxinn. Mjer leist maðurinn
góðlegur og þóttist sjá, að hann mundi ekki veita mjer þung-
ar búsifjar. Við bjuggum þá saman fram á sumar 1885,
er jeg fór til íslands til vetursetu. Síðar bjuggum við aftur
hálft ár saman á Garði. Við urðum góðir vinir, er við kynt-
umst, og hjelst vinátta okkar alla æfi.
Jakobsen var mjög vel gáfaður maður og sjerstaklega
hneigður fyrir málfræði. Þá er hann kom á Garð, hafði
hann ákveðið að leggja aðallega stund á frakknesku og taka
skólakennarapróf. Honum hafði þá alls ekki komið til hugar
að leggja stund á færeysku eða norrænu, sem varla var held-
ur von. Hann hafði farið 13 vetra frá Færeyjum, og hafði
ekkert fræðst um þær á þessum árum og líklega ekki heyrt
færeysku nefnda allan þann tíma; hann haf ði því engan
áhuga á færeyskri tungu nje færeyskum fræðum, en frakk-
nesku hafði hann lesið mikið og átt góðan kennara í. Er
þetta eitt dæmi af mörgum upp á það, hve nauðsynlegt það
er fyrir Færeyinga að eignast latínuskóla, eða eins og nú er
almennan mentaskóla, í Færeyjum, svo að ungmenni þeirra
geti fengið þar allan undirbúning undir stúdentspróf. í’á
munu Færeyingar eignast fyrst nóg af embættismannaefnum,
og fræðast betur um eyjarnar sínar.
Jeg var allur með hugann við ísland, og fór skjótt að
tala um það og Færeyjar við Jakob, og að það hefði enga
þýðingu fyrir ættland hans, að hann legði stund á frakknesku
og frakkneskar bókmentir; þess væri ekki heldur þörf, því að
margir stunduðu frakknesku; hann hyrfi þar að eins í fjöld-