Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 167

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 167
Jakob Jakobsen 67 ann. Hann yrði að leggja stund á norræna málfræði og sjer- staklega á færeysku og færeysk fræði. í’að hefði enginn gert áður að æfistarfi sínu, og þar væri nóg að vinna. Hann kvað í fyrstu jafnan nei við þéssu, og sagðist hafa ákveðið að lesa frakknesku. Svo fór jeg að láta hann heyra íslensk orð, og sýna honum íslenskar bækur. Hann var fljótur að læra að skilja töluvert íslensku, og þá er leið á veturinn, fór jeg að tala við hann íslensku; lærði hann það smátt og smátt á meðan við bjuggum saman, og talaði hana vel að lokum. Jeg talaði líka við hann um Færeyinga sögu. Hann hafði lesið hina dönsku þýðingu Rafns af henni. Hann unni Sigmundi Brestissyni, eins og allir Færeyingar. f’að gerði jeg líka, en við Jakob tók jeg að verja Þránd, og sagði, að hann hefði verið vitur maður og hugsað um frelsi Færeyja, en það hefði Sigmundur ekki gert, þótt hann hefði verið vandaður maður og hraustur. Sumarið 1884 fór Jaköb til Færeyja. Þá fóru fram kosningar til þjóðþingsins danska og tók hann mikinn þátt í undir- búningi þeirra með nokkrum frjálslyndum mönnum í eyjunum. Færeyingar höfðu ávalt kosið hægri menn á þing, og margir þeirra hugðu það vera persónulega móðgun við konung að kjósa vinstrimann. Jakobsen mun þá hafa fundið ráð við þessu, ’og fanst þá himnabijef í Færeyjum, sem bauð mönn- um að kjósa vinstrimann á þing; hafði það mikil áhrif á al- menning, og fór svo, að vinstrimaður var kosinn, Schröter sýslumaður. En Jakobsen hafði gaman að brjefi þessu, og hló dátt, er hann sagði mjer frá því. Um haustið kom góður gestur á Garð til okkar til að finna Jakob. f*að var sjera V. U. Hammershaimb pró- fastur (f. 25. mars 1819, d. 8. apríl 1909), prestur í Lyders- lev á Sjálandi. Hann var Færeyingur og þá fremstur allra í færeyskum fræðum. Hann sagði mjer, að hann hefði búið á Garði með Sigurði Melsteð föðurbróður mínum, og lærði hann íslensku af honum og talaði hana vel. Á yngri árum hafði hann ferðast um Færeyjar og safnað kvæðum og þjóðsögum og gefið út. Síðan var hann prestur í eyjunum frá 1855 til 1878. Nú hafði formaðurinn fyrir fjelagi, sem gefur út göm- ul norræn rit (Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur), beðið hann um að gefa út færeyska úrvalsbók (antologi), og var hann nú kominn til að fá Jakobsen til þess að skrifa upp kvæði fyrir sig, sem hann ætlaði að taka í bókina. Jakobsen tók það að sjer, og fór nú að eiga við færeysk kvæði og færeyska tungu, og þótti brátt gaman að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.