Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Síða 169
Jakob Jakobsen
69
og orðum. Sumarið 189S fór hann um þann hluta Færeyja,
sem hann átti eftir. 1893—95 var hann á Hjaltlandi og
ferðaðist þar og safnaði orðum. Arið eftir að hann kom til
Kaupmannahafnar eftir þriggja ára brottveru, gaf hann út rit-
gjörð um Hjaltland og Hjaltlendinga (í Tilskueren 1896) og
1897 korn út bók hans um norrær.una á Hjaltlandi sDet
norröne sprog pá Shetland« og varð hann dr. phil. fyrir hana
27. apríl 1897. Sama ár ljet hann prenta á Hjaltlandi bók
á ensku »The dialect and place-names of Shetland« (Lerwick
1897), og 1901 birti hann mikið rit um staðanöfn í Hjalt-
landseyjum, »Shetlandsöernes stednavnec (í Aarböger for
nordisk Oldkyndighed).
Á þessum árum gaf Jakobsen einnig út mikið safn af
þjóðsögum og æfintýrum frá Færeyjum, »Færöske folkesagn
og æventyrc (Kbhvn 1898—1901). Var það með löngum
inngangi, orðasafni og miklum athugasemdum. Einnig ritaði
hann dálitla bók »Færösk sagnhistoriec (Tórshavn 1904) og
gaf út færeysk fornbrjef (Diplomatarium Færoense 1907). Um
færeysk staðanöfn kom út ritgjörð eftir hann 1909 (í minn-
ingarriti til prof. Ludv. Wimmers). og 1911 um norrænar
menjar í Orkneyjum, einkum um tunguna, (í riti til dr. phil.
H. F. Fejlberg). 1912 kom út eftir hann ágæt bók um
»Poul Nolsöe«, nafnkunnan Færeying, það var æfisaga hans
og kvæði (sjá Óðin IX. ár, bls. 87). Jakobsen hafði áður
ritað um hann á dönsku í »Historisk Tidsskrift«, 6. R. III,
i892. Hann ritaði og ýmsar ritgjörðir um Færeyjar, sem
hjer eru eigi nefndar, og gaf út nokkur færeysk kvæði, þar
á meðal dálitla vísnabók »Föriskar vysurc, Kmh. 1892. í
henni voru 3 kvæði eftir hann sjálfan. Einnig þýddi hann
Gunnlaugs sögu ormstungu á færeysku (1 Ársbók Förja bóka-
fjelags I. Tórshavn 1900).
Hið mesta rit Jakobsens og hið merkasta var orðabók
hans yfir norræna tungu á Hjaltlandi (Etymologisk ordbog
over det norröne sprog pá Shetland). Hún byrjaði að koma
út 1908, og voru prentaðar af henni ioio bls., er hann fjell
frá, og endar með »wirc. Hann hafði lokið við handritið,
en átti að mestu leyti eftir að semja innganginn, sem átti að
verða yfir 200 bls. um norrænuna á Hjaltlandi, og hefði ef-
laust orðið mjög merkilegt rit, ef hann hefði getað lokið ’við
það; sjálfur taldi hann það merkara en orðabókina. Hann
hafði og safnað mjög miklu til færeyskrar orðabókar, og var
áform hans að taka til að semja hana, er hinni var lokið.
Einnig hafði hann mjög mikið efni í rit um staðanöfn í